endurbaetur nytt_lan vedlanaflutningur yfirtaka_lana icon-play icon-pdf icon-checkmark at icon-bradabirgdagreidslumat icon-calculator icon-chevon icon-clock icon-close icon-contract icon-counseling icon-credit-evaluation icon-external icon-external icon-felagasamtok icon-finnaleiguhus icon-hammer icon-happy icon-home icon-hus icon-info icon-info icon-lan icon-landlord icon-lock icon-menu-cat icon-menuburger icon-money icon-nursing-home icon-phone icon-question icon-quick icon-report icon-search icon-close icon-towns icon-unhappy icon-variables icon-vaxtatafla icon-velta icon-hammer house-icon simple-arrow-right simple-arrow-left file-icon ILS_houses-outline icon_email
ILS Logo Mobile
ILS Logo
  • Um okkur
    Um okkur
    Fara í næsta flokk
    • Lög og reglugerðir
    • Skýrslur
    • Lánshæfismat
    • Áætlanir
    • Fyrirvari
    • Þjónustulögfræðingar
    • Fréttir
    • Upplýsingaöryggi

  • Fjárfestar
    Fjárfestar
    Fara framhjá aðalvalmynd
    • Lánshæfismat
    • Skýrslur
    • Áætlanir
    • Prospectus
    • Húsbréf

Tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs

Hlusta

Skrifað þann 10.03.2025

Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs). Verkefnisstjórn ÍL-sjóðs hefur lagt til við fjármálaráðherra að unnið verði að framgangi tillögunnar.

Í tengslum við uppgjörið gefur ríkissjóður út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 ma.kr. þar sem m.a. er gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 ma.kr. auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs er gerð upp.

Virði HFF-bréfanna í uppgjörinu er metið 651 ma.kr. Í uppgjörstillögunum felst að ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhendi kröfuhöfum áðurnefnd ríkisskuldabréf að andvirði 540 ma.kr., önnur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs að andvirði 38 ma.kr, gjaldeyri og reiðufé að andvirði 73 ma.kr. Ríkissjóður mun taka við hluta af vaxtaberandi eignum ÍL-sjóðs, samtals að fjárhæð um 222 ma.kr. en þar er um að ræða húsnæðislánasafn ÍL-sjóðs auk annarra verðbréfa.

Tillaga viðræðuhópsins verður lögð fyrir fund kröfuhafa, en samþykki 75% atkvæða eftir kröfufjárhæð þarf til að tillagan að uppgjöri teljist bindandi fyrir alla kröfuhafa. Verði tillagan samþykkt mun fjármálaráðherra sækja heimild Alþingis til að ljúka uppgjöri í samræmi við tillöguna. Þá verður öðrum kröfuhöfum ÍL-sjóðs boðið uppgjör krafna sinna. Við uppgjör krafna og slit ÍL-sjóðs verður gætt að gagnsæi og jafnræði meðal kröfuhafa.

Áætlað er að aðgerðin skili jákvæðu greiðsluflæði til ríkissjóðs á næstu árum og að skuldahlutföll A-hluta ríkissjóðs muni að loknum öllum ráðstöfunum vegna uppgjörsins batna um a.m.k. 5% af vergri landsframleiðslu. Ríkisábyrgðir munu jafnframt lækka um 88% miðað við stöðu í árslok 2024. Verðbréf, sem ríkissjóður hefur gefið út eða ábyrgst, munu við uppgjör HFF bréfanna lækka um 111 ma.kr. að markaðsvirði.

Með þessu uppgjöri er gert upp að fullu við eigendur bréfanna, sem í flestum tilfellum eru lífeyrissjóðir landsins, og bundinn endir á óvissu tengdri uppgjöri á ríkisábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs, með hagfelldum hætti fyrir alla hagsmunaaðila.

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra:

„Það er virkilega ánægjulegt að aðilar hafa náð saman um tillögu að samkomulagi í málefnum ÍL-sjóðs. Hljóti tillagan samþykki kröfuhafa og Alþingis næst að ljúka erfiðu máli með hagsmuni allra aðila að leiðarljósi. Tillagan byggir á viðræðum sem hafa átt sér stað í rúmlega eitt ár þar sem unnið hefur verið af kostgæfni að ljúka málinu með farsælum hætti. Full ástæða er til að undirstrika mikilvægi þess að viðræðunefndirnar náðu saman í þessu snúna máli. Kröfuhafar ÍL-sjóðs, sem eru í langflestum tilfellum lífeyrissjóðir, fá gert upp að fullu og óvissu um málefni sjóðsins er eytt. Þá nær ríkissjóður að stöðva skuldasöfnun ÍL-sjóðs sem er stórt hagsmunamál fyrir allan almenning.“

  • Tillögur um uppgjör HFF-bréfa  
  • Þjónustuver ÍLS
  • Senda erindi

Þjónustuver ÍLS

Fáðu beint samband við þjónustufulltrúa og mínar síður
Hringdu í síma 569 6900 eða fáðu beint netsamband við þjónustufulltrúa.

Opnunartími þjónustuvers er milli 09:00 – 16:00 alla virka daga.
Einnig er hægt að skoða stöðu lána á mínum síðum.

  • 569 6900
    09:00 – 16:00
  • Hefja netspjall

Láttu í þér heyra. Sendu okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun hér á vefnum.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira