Þann 1. janúar 2020 sameinast Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun undir nýju nafni, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Sameiningunni er ætlað að stuðla að heildstæðri yfirsýn yfir húsnæðis- og mannvirkjamál á einum stað ásamt því að efla stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála til hagsbóta fyrir almenning.
Þann 2. janúar opnum við starfsemi okkar að Borgartúni 21 með nýju símanúmeri, 440-6400 og nýrri heimasíðu hms.is þar sem finna má allar upplýsingar um starfsemi sameinaðrar stofnunar.