Í samræmi við reglugerð nr.1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga hefur Íbúðalánasjóður birt fyrirmynd að húsnæðisáætlun á heimasíðu sinni. Áætlunin tekur mið af þeim kröfum sem gerðar eru í reglugerðinni. Áætluninni er ætlað að tryggja samræmingu og áreiðanleika upplýsinga sem koma fram í húsnæðisáætlunum og nýtast sveitarfélögum í vinnu við gerð húsnæðisáætlana.
Smelltu hér til að opna fyrirmynd að húsnæðisáætlun
Með húsnæðisáætlunum sveitarfélaga hefur sveitarfélögum landsins meðal annars verið falið það hlutverk að greina framboð og eftirspurn eftir ólíkum búsetuformum ásamt því að greina með reglubundnum hætti þörf fyrir fjölgun íbúða í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Með tilkomu húsnæðisáætlana fást áður ófáanlegar upplýsingar um íbúðaþörf eftir landssvæðum og jafnframt hvers konar húsnæði er einna helst þörf fyrir.
Frá árinu 2017 hefur Íbúðalánasjóður unnið að því að aðstoða sveitarfélög landsins við gerð húsnæðisáætlana. Frá þeim tíma verið lögð áhersla á að fá fram samræmdar upplýsingar frá öllum sveitarfélögunum er varða húsnæðismál, þannig að auðvelda megi mat á húsnæðisþörf næstu ára fyrir einstaka landssvæði sem og landið allt. Áætlunum er ætlað að meta stöðuna á húsnæðismarkaðnum í hverju sveitarfélagi fyrir sig, varpa ljósi á ólíkar áskoranir í húsnæðismálum og setja fram áætlanir um hvernig sveitarfélögin ætla að mæta húsnæðisþörf til lengri og skemmri tíma.
Þegar staða á vinnslu húsnæðisáætlana er skoðuð eftir stærð sveitarfélaga m.t.t. fjölda íbúða innan hvers sveitarfélags kemur í ljós að búið er að gera húsnæðisáætlun fyrir um 83% af húsnæðisstofni landsins. Þá er vinnsla húsnæðisáætlana hafin eða langt komin fyrir um 16% af húsnæðisstofni landsins.
Eins og sjá má á myndunum hér að neðan hefur staða húsnæðisáætlana sveitarfélaga eftir fjölda íbúða breyst mikið á undanförnum mánuðum. Fyrir rétt rúmu ári síðan var eingöngu búið að gera húsnæðisáætlanir fyrir um 23% af húsnæðisstofni landsins en í desember 2019 er hlutfallið komið í rúm 83%. Athygli vekur hve mörg sveitarfélög hafa hafið vinnu við gerð húsnæðisáætlunar á þessu tímabili en í október 2018 var ekki hafin vinna við húsnæðisáætlun fyrir um 42% af húsnæðisstofni landsins en í desember 2019 er hlutfallið komið niður í tæplega 0,5%.
Smelltu hér til að opna fyrirmynd að húsnæðisáætlun
Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga
Í skýrslu um stöðu og þróun húsnæðismála sem lögð var fram á Húsnæðisþingi ársins 2019 var í fyrsta sinn birt heildstætt mat á húsnæðisþörf hér á landi. Í skýrslunni er íbúðaþörf fyrir landið í heild brotin niður eftir landsvæðum ásamt því að greind er þörf ólíkra félagshópa og tegund þess húsnæðis sem helst er þörf fyrir. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru helsta ástæða þess að mögulegt sé að gera svo ítarlega greiningu á íbúðaþörf.Með húsnæðisáætlunum sveitarfélaga hefur sveitarfélögum landsins meðal annars verið falið það hlutverk að greina framboð og eftirspurn eftir ólíkum búsetuformum ásamt því að greina með reglubundnum hætti þörf fyrir fjölgun íbúða í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Með tilkomu húsnæðisáætlana fást áður ófáanlegar upplýsingar um íbúðaþörf eftir landssvæðum og jafnframt hvers konar húsnæði er einna helst þörf fyrir.
Frá árinu 2017 hefur Íbúðalánasjóður unnið að því að aðstoða sveitarfélög landsins við gerð húsnæðisáætlana. Frá þeim tíma verið lögð áhersla á að fá fram samræmdar upplýsingar frá öllum sveitarfélögunum er varða húsnæðismál, þannig að auðvelda megi mat á húsnæðisþörf næstu ára fyrir einstaka landssvæði sem og landið allt. Áætlunum er ætlað að meta stöðuna á húsnæðismarkaðnum í hverju sveitarfélagi fyrir sig, varpa ljósi á ólíkar áskoranir í húsnæðismálum og setja fram áætlanir um hvernig sveitarfélögin ætla að mæta húsnæðisþörf til lengri og skemmri tíma.
Tilbúnar húsnæðisáætlanir fyrir um 83% af húsnæðisstofni landsins
Í byrjun desember 2019 höfðu 40 sveitarfélög lokið við fyrstu útgáfu húsnæðisáætlana. Samkvæmt upplýsingum Íbúðalánasjóðs þá er vinna við gerð húsnæðisáætlunar hafin í 24 sveitarfélögum til viðbótar og er sú vinna vel á veg komin í þeim flestum.Þegar staða á vinnslu húsnæðisáætlana er skoðuð eftir stærð sveitarfélaga m.t.t. fjölda íbúða innan hvers sveitarfélags kemur í ljós að búið er að gera húsnæðisáætlun fyrir um 83% af húsnæðisstofni landsins. Þá er vinnsla húsnæðisáætlana hafin eða langt komin fyrir um 16% af húsnæðisstofni landsins.
Eins og sjá má á myndunum hér að neðan hefur staða húsnæðisáætlana sveitarfélaga eftir fjölda íbúða breyst mikið á undanförnum mánuðum. Fyrir rétt rúmu ári síðan var eingöngu búið að gera húsnæðisáætlanir fyrir um 23% af húsnæðisstofni landsins en í desember 2019 er hlutfallið komið í rúm 83%. Athygli vekur hve mörg sveitarfélög hafa hafið vinnu við gerð húsnæðisáætlunar á þessu tímabili en í október 2018 var ekki hafin vinna við húsnæðisáætlun fyrir um 42% af húsnæðisstofni landsins en í desember 2019 er hlutfallið komið niður í tæplega 0,5%.
Óhætt er að segja að sveitarfélög landsins hafi unnið grettistak í því að vinna húsnæðisáætlanir og þrátt fyrir að stutt sé síðan að sveitarfélög hófu að vinna húsnæðisáætlanir eru þær nú þegar farnar að sýna fram á mikilvægi sitt sem stjórntæki hins opinbera í húsnæðismálum. Á aðeins þremur árum hafa áætlanirnar varpað ljósi á ólíkar áskoranir á húsnæðismarkaði eftir landsvæðum og jafnvel á milli sveitarfélaga innan sama landsvæðis.
Það er ánægjulegt að langflest sveitarfélög landsins séu komin vel á veg við vinnslu húsnæðisáætlana en í samræmi við reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga skulu öll sveitarfélög hafa lokið við gerð húsnæðisáætlunar eða uppfærslu á gildandi húsnæðisáætlun fyrir 1. mars 2020.
Mikilvægasta skrefið í átt að því að skapa stöðugleika í húsnæðismálum er betri og markvissari áætlanagerð í húsnæðismálum og þar gegna sveitarfélög lykilhlutverki.
Það er ánægjulegt að langflest sveitarfélög landsins séu komin vel á veg við vinnslu húsnæðisáætlana en í samræmi við reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga skulu öll sveitarfélög hafa lokið við gerð húsnæðisáætlunar eða uppfærslu á gildandi húsnæðisáætlun fyrir 1. mars 2020.
Mikilvægasta skrefið í átt að því að skapa stöðugleika í húsnæðismálum er betri og markvissari áætlanagerð í húsnæðismálum og þar gegna sveitarfélög lykilhlutverki.