Alþingi samþykkti nýverið frumvarp þess efnis að heimilt verði að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán til tveggja ára. Úrræðinu átti að ljúka 30. júní 2019 en var framlengt til 30. júní 2021.
Íbúðalánasjóður vill vekja athygli á að úrræðið framlengist ekki sjálfkrafa hjá þeim sem eru að nýta sér úrræðið. Því þarf að skrá sig inn á www.leidretting.is og staðfesta að viðkomandi vilji halda áfram að nýta sér úrræðið. Lokadagur til staðfestingar er 30. september 2019.
Sé ráðstöfunin ekki framlengd fellur hún úr gildi frá og með 1. júlí 2019 en þeir sem samþykkja fyrir 30. september fá greitt frá uppsafnaða inneign frá 1. júlí en ef sótt er um að nýju eftir 30. september þá greiðist ekki uppsöfnuð inneign.
Önnur skilyrði úrræðisins halda sér og má kynna sér þau nánar á vef Ríkisskattstjóra.
Upplýsingar um ráðstöfun á húsnæðislán má finna hér
Upplýsingar um húsnæðissparnað má finna hér
Íbúðalánasjóður vill vekja athygli á að úrræðið framlengist ekki sjálfkrafa hjá þeim sem eru að nýta sér úrræðið. Því þarf að skrá sig inn á www.leidretting.is og staðfesta að viðkomandi vilji halda áfram að nýta sér úrræðið. Lokadagur til staðfestingar er 30. september 2019.
Sé ráðstöfunin ekki framlengd fellur hún úr gildi frá og með 1. júlí 2019 en þeir sem samþykkja fyrir 30. september fá greitt frá uppsafnaða inneign frá 1. júlí en ef sótt er um að nýju eftir 30. september þá greiðist ekki uppsöfnuð inneign.
Önnur skilyrði úrræðisins halda sér og má kynna sér þau nánar á vef Ríkisskattstjóra.
Upplýsingar um ráðstöfun á húsnæðislán má finna hér
Upplýsingar um húsnæðissparnað má finna hér