Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði er að stuðla að því að landsmenn búi við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og hafi val um búsetuform, hvort sem er til eignar eða leigu. Til þess að stjórnvöld geti sem best sinnt þessu hlutverki er mikilvægt að haldbærar upplýsingar liggi fyrir um aðstæður fólks á húsnæðismarkaði og upplifun þess af húsnæðisöryggi.
Íbúðalánasjóður hefur af þeim sökum reglulega staðið fyrir rannsóknum á aðstæðum fólks á húsnæðismarkaði og greint sérstaklega frá niðurstöðum eftir því hvort um húsnæðiseigendur eða leigjendur sé að ræða. Í nýrri rannsókn Íbúðalánasjóðs og rannsóknarfyrirtækisins Zenter kemur fram að marktækt færri leigjendur en húsnæðiseigendur telja sig búa við húsnæðisöryggi.
Helstu ástæður þess að fólk telur sig ekki búa við meira húsnæðisöryggi en raun ber vitni, er sú að fólk hefur ekki efni á leigu eða þykir verðið of hátt. Leigjendur telja sig búa við marktækt verri fjárhagsstöðu en aðrir. Yfir 20% þeirra sem eru á leigumarkaði segjast safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman samanborið við einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði.
Skýrsluna með helstu niðurstöðum má lesa hér og hér má sjá niðurstöður í heild sinni frá Zenter.
Íbúðalánasjóður hefur af þeim sökum reglulega staðið fyrir rannsóknum á aðstæðum fólks á húsnæðismarkaði og greint sérstaklega frá niðurstöðum eftir því hvort um húsnæðiseigendur eða leigjendur sé að ræða. Í nýrri rannsókn Íbúðalánasjóðs og rannsóknarfyrirtækisins Zenter kemur fram að marktækt færri leigjendur en húsnæðiseigendur telja sig búa við húsnæðisöryggi.
Helstu ástæður þess að fólk telur sig ekki búa við meira húsnæðisöryggi en raun ber vitni, er sú að fólk hefur ekki efni á leigu eða þykir verðið of hátt. Leigjendur telja sig búa við marktækt verri fjárhagsstöðu en aðrir. Yfir 20% þeirra sem eru á leigumarkaði segjast safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman samanborið við einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði.
Skýrsluna með helstu niðurstöðum má lesa hér og hér má sjá niðurstöður í heild sinni frá Zenter.