Út er komin skýrsla eftir dr. Anne-Cécile Mermet, borgarlandfræðing og lektor við Sorbonne háskóla í París með niðurstöðum rannsóknar hennar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Skýrsluna má nálgast hér.
Tvíþætt markmið verkefnisins
Verkefnið, sem var styrkt af Íbúðalánasjóði og Ferðamálastofu, hafði tvíþætt markmið. Annars vegar var gerð tölfræðileg úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu yfir tímabilið 2016-2018 og kannað hversu stórt hlutfall framboðsins hafði tilskilin leyfi. Hins vegar var gerð eigindleg rannsókn á forsendum leigusala á því að starfrækja skammtímaleigu á sínum íbúðum, hvaða áhrif starfssemi þeirra hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.
Margföldun eigna á Airbnb
Meginniðurstöður tölfræðilegu úttektarinnar voru þær að framboð á íbúðum til leigu innan Airbnb jókst mjög mikið frá árinu 2016 til 2017. Áframhaldandi vöxtur framboðs mælist fyrir árið 2018, en þó töluvert hógværari en árið áður og vísbendingar eru um að framboð innan skammtímaleigumarkaðarins hafi á því ári að einhverju leyti náð að mettast. Ríflega tvöföldun var á framboði húsnæðis í Airbnb leigu á tímabilinu janúar 2016 til janúar 2018 þegar skráðum eignum fjölgaði úr 2032 í 4154. Um þrír fjörðu skráðs húsnæðis í Reykjavík eru heilar íbúðir, sem er hærra hlutfall en í flestum öðrum fjölsóttum borgum Evrópu.
Allt að 70% í sumum götum
Um 80% skráðs húsnæðis í Airbnb leigu á höfuðborgarsvæðinu er staðsett í Reykjavík, 37% í 101 Reykjavík, 17% í 105 Reykjavík og 7% í 107 Reykjavík. Miðbær Reykjavíkur og næsta nágrenni hýsir því yfir 60% skráðs húsnæðis. Þær götur sem hafa flestar Airbnb skráningar eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Bergþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur, en allt að 70% húsnæðis í þessum götum er skráðar hjá Airbnb og alls um 20% allra íbúða í miðbænum. Í apríl 2019 voru 2567 eignir í Reykjavík skráð á Airbnb og þar af voru 58% starfræktar án lögbundins leyfis.
Leigusalar ekki einsleitur hópur
Í rannsókninni kom fram að leigusalar eru ekki einsleitur hópur með einsleit markmið eða viðskiptaaðferðir og áhrifin eftir því ólík. Á meðan sum viðskiptamódel hafa fært eignarhald frá heimilum til fjárfesta og viðskipta, hafa önnur hjálpað íbúum að halda í heimili sín og/eða eiga fyrir lífsnauðsynjum. Ein af megin niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að Airbnb (og stuttir leigusamningar) virðast þó frekar ýta undir félagslegan ójöfnuð. Starfsemin getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á húsnæðismarkaði. Hins vegar eru afleiðingarnar minna framboð og hærra verð sem gerir þeim sem eru á höttunum eftir að eignast heimili til kaups eða leigu erfiðara fyrir.
Tvíþætt markmið verkefnisins
Verkefnið, sem var styrkt af Íbúðalánasjóði og Ferðamálastofu, hafði tvíþætt markmið. Annars vegar var gerð tölfræðileg úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu yfir tímabilið 2016-2018 og kannað hversu stórt hlutfall framboðsins hafði tilskilin leyfi. Hins vegar var gerð eigindleg rannsókn á forsendum leigusala á því að starfrækja skammtímaleigu á sínum íbúðum, hvaða áhrif starfssemi þeirra hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.
Margföldun eigna á Airbnb
Meginniðurstöður tölfræðilegu úttektarinnar voru þær að framboð á íbúðum til leigu innan Airbnb jókst mjög mikið frá árinu 2016 til 2017. Áframhaldandi vöxtur framboðs mælist fyrir árið 2018, en þó töluvert hógværari en árið áður og vísbendingar eru um að framboð innan skammtímaleigumarkaðarins hafi á því ári að einhverju leyti náð að mettast. Ríflega tvöföldun var á framboði húsnæðis í Airbnb leigu á tímabilinu janúar 2016 til janúar 2018 þegar skráðum eignum fjölgaði úr 2032 í 4154. Um þrír fjörðu skráðs húsnæðis í Reykjavík eru heilar íbúðir, sem er hærra hlutfall en í flestum öðrum fjölsóttum borgum Evrópu.
Allt að 70% í sumum götum
Um 80% skráðs húsnæðis í Airbnb leigu á höfuðborgarsvæðinu er staðsett í Reykjavík, 37% í 101 Reykjavík, 17% í 105 Reykjavík og 7% í 107 Reykjavík. Miðbær Reykjavíkur og næsta nágrenni hýsir því yfir 60% skráðs húsnæðis. Þær götur sem hafa flestar Airbnb skráningar eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Bergþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur, en allt að 70% húsnæðis í þessum götum er skráðar hjá Airbnb og alls um 20% allra íbúða í miðbænum. Í apríl 2019 voru 2567 eignir í Reykjavík skráð á Airbnb og þar af voru 58% starfræktar án lögbundins leyfis.
Leigusalar ekki einsleitur hópur
Í rannsókninni kom fram að leigusalar eru ekki einsleitur hópur með einsleit markmið eða viðskiptaaðferðir og áhrifin eftir því ólík. Á meðan sum viðskiptamódel hafa fært eignarhald frá heimilum til fjárfesta og viðskipta, hafa önnur hjálpað íbúum að halda í heimili sín og/eða eiga fyrir lífsnauðsynjum. Ein af megin niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að Airbnb (og stuttir leigusamningar) virðast þó frekar ýta undir félagslegan ójöfnuð. Starfsemin getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á húsnæðismarkaði. Hins vegar eru afleiðingarnar minna framboð og hærra verð sem gerir þeim sem eru á höttunum eftir að eignast heimili til kaups eða leigu erfiðara fyrir.