Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% á milli mars og apríl samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs mælist nú 4,7% samanborið við 4,3% árshækkun í mars og 5,4% í apríl í fyrra.
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu (þ.e. vísitala íbúðaverðs í hlutfalli við vísitölu neysluverðs) lækkaði örlítið á milli mánaða, eða um -0.03%. Árshækkun raunverðs íbúða mælist nú 1,3% líkt og í mars en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur nokkurn veginn staðið í stað undanfarið hálft ár að teknu tilliti til verðbólgu.
Verð fjölbýlis hækkaði um 0,4% og sérbýlis um 0,1% milli mars og apríl. Tólf mánaða hækkunartaktur sérbýlis mælist nú um 6,5%, samanborið við 6,6% í mars. Verð fjölbýlis hefur hækkað um 3,9% frá apríl í fyrra, en 12 mánaða hækkun mældist í þeim flokki um 3,5% í mars.
Fyrstu fjóra mánuði ársins hefur alls 2.332 kaupsamningum verið þinglýst um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Það er um 5,2% fjölgun kaupsamninga frá janúar-apríl 2018 þegar 2.212 kaupsamningum var þinglýst. Veltuaukning mælist um 8,7% yfir sama tímabil á föstu verðlagi.
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu (þ.e. vísitala íbúðaverðs í hlutfalli við vísitölu neysluverðs) lækkaði örlítið á milli mánaða, eða um -0.03%. Árshækkun raunverðs íbúða mælist nú 1,3% líkt og í mars en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur nokkurn veginn staðið í stað undanfarið hálft ár að teknu tilliti til verðbólgu.
Verð fjölbýlis hækkaði um 0,4% og sérbýlis um 0,1% milli mars og apríl. Tólf mánaða hækkunartaktur sérbýlis mælist nú um 6,5%, samanborið við 6,6% í mars. Verð fjölbýlis hefur hækkað um 3,9% frá apríl í fyrra, en 12 mánaða hækkun mældist í þeim flokki um 3,5% í mars.
Fyrstu fjóra mánuði ársins hefur alls 2.332 kaupsamningum verið þinglýst um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Það er um 5,2% fjölgun kaupsamninga frá janúar-apríl 2018 þegar 2.212 kaupsamningum var þinglýst. Veltuaukning mælist um 8,7% yfir sama tímabil á föstu verðlagi.