Ásett fermetraverð nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu mælist nú um 600.000 kr. og hefur hækkað um 8% á einu ári. Ásett fermetraverð annarra íbúða er að meðaltali um 100.000 kr. lægra. Tæplega helmingur allra seldra nýbygginga selst undir ásettu verði samanborið við um 80% eldri íbúða. Meðalsölutími nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur styst á síðustu mánuðum á sama tíma og meðalsölutími annarra íbúða hefur hækkað lítillega. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Leigumarkaður hlutfallslega stærstur í Reykjanesbæ
Sé horft til hlutfallslegrar stærðar leigumarkaðar, þ.e. fjölda þinglýstra leigusamninga í hlutfalli við íbúðarstofn (heildarfjölda íbúða) hvers sveitarfélags fyrir sig, má sjá að Reykjanesbær er með stærsta leigumarkaðinn. Um 14% íbúðarhúsnæðis í Reykjanesbæ er í útleigu samanborið við 9% húsnæðis í Reykjavík. Á eftir Reykjanesbæ er leigumarkaður hlutfallslega stærstur á Akureyri þar sem rúmlega 11% húsnæðis er í útleigu.
Munur á lægstu vaxtakjörum lífeyrissjóða og banka eykst
Lægstu vaxtakjör sem í boði eru á fasteignalánum er að finna hjá lífeyrissjóðum landsins. Þar býðst sjóðsfélögum lán með breytilegum verðtryggðum vöxtum allt niður í 2,15%. Til samanburðar eru lægstu vextir sem í boði eru hjá bönkunum 3,4%. Bilið á milli lægstu vaxtakjara hefur farið talsvert vaxandi. Í maí 2017 var munurinn um 0,4 prósentustig en í byrjun þessa mánaðar er hann kominn upp í 1,25 prósentustig og hefur ekki mælst svo mikill áður.
Aðflutningur fólks til landsins mikill
Í fyrra fluttu 6.500 fleiri til landsins en í burtu frá því. Árið 2017 var þessi tala 8.000. Síðast var vart við sambærilega fjölgun aðfluttra árin 2006 og 2007 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru rúmlega 5.000 talsins á ári. Á þeim árum bættust hins vegar talsvert fleiri íbúðir við húsnæðisstofn landsins en síðustu ár. Á árunum 2006-2008 bættust um 4.000 íbúðir við húsnæðisstofn landsins árlega, í samanburði við um 2.000 íbúðir á ári núna síðustu tvö ár. Samkvæmt mati hagdeildar Íbúðalánasjóðs er íbúðauppbygging síðustu tveggja ára samt sem áður í takt við langtímaþörf fyrir íbúðir sem er um 1.430-2.200 íbúðir á ári.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.
Leigumarkaður hlutfallslega stærstur í Reykjanesbæ
Sé horft til hlutfallslegrar stærðar leigumarkaðar, þ.e. fjölda þinglýstra leigusamninga í hlutfalli við íbúðarstofn (heildarfjölda íbúða) hvers sveitarfélags fyrir sig, má sjá að Reykjanesbær er með stærsta leigumarkaðinn. Um 14% íbúðarhúsnæðis í Reykjanesbæ er í útleigu samanborið við 9% húsnæðis í Reykjavík. Á eftir Reykjanesbæ er leigumarkaður hlutfallslega stærstur á Akureyri þar sem rúmlega 11% húsnæðis er í útleigu.
Munur á lægstu vaxtakjörum lífeyrissjóða og banka eykst
Lægstu vaxtakjör sem í boði eru á fasteignalánum er að finna hjá lífeyrissjóðum landsins. Þar býðst sjóðsfélögum lán með breytilegum verðtryggðum vöxtum allt niður í 2,15%. Til samanburðar eru lægstu vextir sem í boði eru hjá bönkunum 3,4%. Bilið á milli lægstu vaxtakjara hefur farið talsvert vaxandi. Í maí 2017 var munurinn um 0,4 prósentustig en í byrjun þessa mánaðar er hann kominn upp í 1,25 prósentustig og hefur ekki mælst svo mikill áður.
Aðflutningur fólks til landsins mikill
Í fyrra fluttu 6.500 fleiri til landsins en í burtu frá því. Árið 2017 var þessi tala 8.000. Síðast var vart við sambærilega fjölgun aðfluttra árin 2006 og 2007 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru rúmlega 5.000 talsins á ári. Á þeim árum bættust hins vegar talsvert fleiri íbúðir við húsnæðisstofn landsins en síðustu ár. Á árunum 2006-2008 bættust um 4.000 íbúðir við húsnæðisstofn landsins árlega, í samanburði við um 2.000 íbúðir á ári núna síðustu tvö ár. Samkvæmt mati hagdeildar Íbúðalánasjóðs er íbúðauppbygging síðustu tveggja ára samt sem áður í takt við langtímaþörf fyrir íbúðir sem er um 1.430-2.200 íbúðir á ári.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.