Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs í janúar er nú komin út. Á meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni að þessu sinni er eftirfarandi:
• Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis jókst um 3% árið 2018 frá fyrra ári. Þar af var 5,3% aukning á höfuðborgarsvæðinu frá árinu áður og 7,4 % í þéttbýliskjörnum næst höfuðborgarsvæðinu, auk Akureyrar. Hins vegar mælist 12,4% samdráttur á öðrum svæðum á landinu milli áranna 2018 og 2019.
• Velta með íbúðir nam rúmlega 482 milljörðum króna á árinu 2018 sem er um 6,8% veltuaukning frá fyrra ári.
• Viðskipti með íbúðir í fjölbýli voru um 70,2% af heildaríbúðaviðskiptum árið 2018, samanborið við 67,8% árið áður og 67,2% árið 2016.
• Leigumarkaður reynist vera hvað virkastur í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins. Í nóvember var 19% allra þinglýstra leigusamninga á landinu öllu vegna leigusamninga á svæðinu vestan við Kringlumýrarbraut að Seltjarnarnesi. Flestir samningar á því svæði voru vegna tveggja herbergja íbúða og var meðalfermetraverð slíkrar íbúðar rúmlega 3.000 kr.
• Óverðtryggð íbúðalán heimilanna farið áfram vaxandi. Í nóvember síðastliðnum námu ný óverðtryggð íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, alls um 17,6 milljörðum króna. Hrein ný verðtryggð íbúðalán drógust hins vegar í heild saman um 2,9 milljarða króna í nóvember, þ.e.a.s. umfram- og uppgreiðslur eldri verðtryggðra íbúðalána voru hærri en ný verðtryggð lán heimilanna sem þeirri upphæð nemur.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn – janúar 2019