Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur uppfært mannfjöldaspá til ársins 2050 fyrir sérhvert sveitarfélag á Íslandi. Sú mannfjöldaspá sem hér er greint frá byggir að stærstu leyti á nýjustu spá Hagstofunnar fyrir landið í heild sem gefin var út í síðasta mánuði auk nýbirtra talna yfir mannfjöldann eftir sveitarfélögum á 3. ársfjórðungi 2018. Allar tölur miðast við 1. janúar hvers árs.
Við gerð spárinnar er notast við tiltölulega einfaldar forsendur um þróun mannfjölda eftir svæðum. Um er að ræða sömu forsendur og Orkuspárnefnd Orkustofnunar gefur sér við gerð orkuspár ár hvert. Nánar tiltekið er sveitarfélögum landsins skipt upp í 6 hópa og eftirfarandi forsendur gefnar fyrir sveitarfélög innan hvers hóps:
-
Kjarnasvæði Suðurland, Suðurnes og Vesturland: Sama hlutfallslega fjölgun og á landinu í heild.
-
Kjarnasvæði Norðurland og utan kjarnasvæða á Suðurlandi: Hlutfallsleg fjölgun sé helmingi hægari en á landinu í heild.
-
Kjarnasvæði Austurland og utan kjarnasvæða á Vesturlandi: Fólksfjöldi standi í stað.
-
Kjarnasvæði Vestfirðir og utan kjarnasvæða á Norðurlandi: Fólki fækki um 5% fram til 2030 og samtals um 10% til 2050.
-
Utan kjarnasvæða á Vestfjörðum og Austurlandi: Fólki fækki um 10% til 2030 og samtals um 20% til 2050.
-
Höfuðborgarsvæðið: Fjöldi er reiknaður sem mismunur á samanlögðum fólksfjölda landshlutanna og íbúafjölda landsins í heild skv. mannfjöldaspá Hagstofunnar.
Niðurstöður mannfjöldaspár eftir svæðum:
Nálgast má tölur eftir landsvæðum og einstaka sveitarfélögum hér.