Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% milli mánaða samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011 eða í rúmlega 7 ár.
Verð á fjölbýli skýrir að mestu leiti hækkun íbúðaverðs á milli mánaða en fjölbýli hækkar um 0,7% milli mánaða á meðan hækkun á sérbýli mælist mun minni eða 0,2%. 12 mánaða hækkunartaktur sérbýlis er þó hærri en fjölbýlis en árshækkun sérbýlis er 4,4% á móti 3,4% árshækkun fjölbýlis. Eins og sést á myndinni hér að neðan hefur 12 mánaða hækkunartaktur sérbýlis verið hærri en fjölbýlis síðan í júlí á síðasta ári.
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þegar vísitala íbúðaverðs er borin saman við vísitölu neysluverðs, hefur aldrei mælst jafnhátt og hefur nú hækkað um 53,9% frá upphafi árs 2013. 12 mánaða hækkunartaktur raunverðs hefur aftur á móti ekki verið lægri síðan í mars 2013 en hann mældist þá 0,58% en er nú 1,12%.
663 kaupsamningum vegna íbúða á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í september og hefur fækkað um tæplega 9% á milli mánaða. Kaupsamningum hefur aftur á móti fjölgað um 48% frá því í september á síðasta ári. Velta með sérbýli hefur aukist á milli mánaða þrátt fyrir færri viðskipti en velta með fjölbýli dregist saman.
Verð á fjölbýli skýrir að mestu leiti hækkun íbúðaverðs á milli mánaða en fjölbýli hækkar um 0,7% milli mánaða á meðan hækkun á sérbýli mælist mun minni eða 0,2%. 12 mánaða hækkunartaktur sérbýlis er þó hærri en fjölbýlis en árshækkun sérbýlis er 4,4% á móti 3,4% árshækkun fjölbýlis. Eins og sést á myndinni hér að neðan hefur 12 mánaða hækkunartaktur sérbýlis verið hærri en fjölbýlis síðan í júlí á síðasta ári.
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þegar vísitala íbúðaverðs er borin saman við vísitölu neysluverðs, hefur aldrei mælst jafnhátt og hefur nú hækkað um 53,9% frá upphafi árs 2013. 12 mánaða hækkunartaktur raunverðs hefur aftur á móti ekki verið lægri síðan í mars 2013 en hann mældist þá 0,58% en er nú 1,12%.
663 kaupsamningum vegna íbúða á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í september og hefur fækkað um tæplega 9% á milli mánaða. Kaupsamningum hefur aftur á móti fjölgað um 48% frá því í september á síðasta ári. Velta með sérbýli hefur aukist á milli mánaða þrátt fyrir færri viðskipti en velta með fjölbýli dregist saman.