endurbaetur nytt_lan vedlanaflutningur yfirtaka_lana icon-play icon-pdf icon-checkmark at icon-bradabirgdagreidslumat icon-calculator icon-chevon icon-clock icon-close icon-contract icon-counseling icon-credit-evaluation icon-external icon-external icon-felagasamtok icon-finnaleiguhus icon-hammer icon-happy icon-home icon-hus icon-info icon-info icon-lan icon-landlord icon-lock icon-menu-cat icon-menuburger icon-money icon-nursing-home icon-phone icon-question icon-quick icon-report icon-search icon-close icon-towns icon-unhappy icon-variables icon-vaxtatafla icon-velta icon-hammer house-icon simple-arrow-right simple-arrow-left file-icon ILS_houses-outline icon_email
ILS Logo Mobile
ILS Logo
  • Um okkur
    Um okkur
    Fara í næsta flokk
    • Lög og reglugerðir
    • Skýrslur
    • Lánshæfismat
    • Áætlanir
    • Fyrirvari
    • Þjónustulögfræðingar
    • Fréttir
    • Upplýsingaöryggi

  • Fjárfestar
    Fjárfestar
    Fara framhjá aðalvalmynd
    • Lánshæfismat
    • Skýrslur
    • Áætlanir
    • Prospectus
    • Húsbréf

Minnsta hækkun íbúðaverðs í sjö ár

Hlusta

Skrifað þann 18.09.2018

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Áfram hægir á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu, en í júlí mældist árshækkun íbúðaverðs 5,2%. 12 mánaða hækkunartaktur íbúðaverðs nú er sá minnsti í rúmlega sjö ár eða frá því í maí 2011.

Verð fjölbýlis var óbreytt milli mánaða í ágúst en sérbýli lækkaði í verði um 0,3%. Fjölbýli hefur hækkað um 3,2% í verði á undanförnu ári en sérbýli um 6,0%.



Að raunvirði hefur íbúðaverð aðeins hækkað um 1,4% undanfarna 12 mánuði ef vísitala íbúðaverðs er borin saman við vísitölu neysluverðs. Þróun raunverðs íbúða hefur nú breyst talsvert á skömmum tíma en í maí í fyrra mældist árshækkun íbúðaverðs að raunvirði 21,5%. Þrátt fyrir að hægt hafi á verðhækkunum er raunverð íbúða enn hátt í sögulegu samhengi eða um 4% hærra en þegar það var hæst í síðustu uppsveiflu árið 2007.

Fjöldi viðskipta á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu er með ágætu móti þó íbúðaverð hækki nú minna en áður. 728 kaupsamningum vegna íbúða var þinglýst í ágúst sem eru um 15% fleiri samningar en í júlí og 46% fleiri samningar en í ágúst í fyrra. Undanfarna 12 mánuði, þ.e. frá september 2017 til ágúst 2018, var hins vegar nokkurn veginn jafn mörgum kaupsamningum þinglýst eins og síðustu 12 mánuði þar á undan.


  • Þjónustuver ÍLS
  • Senda erindi

Þjónustuver ÍLS

Fáðu beint samband við þjónustufulltrúa og mínar síður
Hringdu í síma 569 6900 eða fáðu beint netsamband við þjónustufulltrúa.

Opnunartími þjónustuvers er milli 09:00 – 16:00 alla virka daga.
Einnig er hægt að skoða stöðu lána á mínum síðum.

  • 569 6900
    09:00 – 16:00
  • Hefja netspjall

Láttu í þér heyra. Sendu okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun hér á vefnum.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira