Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9% milli júní og júlí samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, mælist nú 8,3% og hækkar frá fyrri mánuði þegar hún mældist 7%. Til samanburðar þá er árshækkun íbúðaverðs óbreytt í júlí frá fyrri mánuði. Fyrir ári síðan var árshækkun leigu 12% og hækkun íbúðaverðs 19%.
Þetta er fimmti mánuðurinn í röð þar sem árshækkun leigu mælist ofar árshækkun íbúðaverðs, en báðar hækkanir eru þó hóflegar í sögulegu samhengi. Frá upphafi mælinga hefur árshækkun leigu verið að meðaltali 8,6% á ári og árshækkun íbúðaverðs 10% sé horft til sama tímabils.
Þetta er fimmti mánuðurinn í röð þar sem árshækkun leigu mælist ofar árshækkun íbúðaverðs, en báðar hækkanir eru þó hóflegar í sögulegu samhengi. Frá upphafi mælinga hefur árshækkun leigu verið að meðaltali 8,6% á ári og árshækkun íbúðaverðs 10% sé horft til sama tímabils.