Íbúðalánasjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016.
Á vefsíðu Íbúðalánasjóðs hefur sérstöku vefsvæði verið tileinkað stofnframlögum og má finna það hér. Þar má nálgast upplýsingar um stofnframlög og úthlutanir ásamt því að fá svör við ýmsum spurningum um veitingar stofnframlaga. Sótt er um á heimasíðu íbúðalánasjóðs og mikilvægt er að senda öll tilgreind fylgigögn með umsókn svo hægt sé að taka hana til umfjöllunar. Á heimasíðunni er einnig einfalt reiknilíkan, með heitið „Sundurliðað stofnvirði, íbúðayfirlit, viðskipta- og rekstraráætlun“. Það skjal ber að fylla út og skila með umsókninni, ásamt viðskipta- og rekstraráætlun en hana má nota til hliðsjónar við gerð samskonar áætlana sem umsækjanda ber einnig að skila.
Við mat á umsóknum er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi þætti:
- Nýbyggingar og fjölgun leiguíbúða.
- Íbúðir á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum.
Til að stuðla að því að byggðar verði hagkvæmar íbúðir verður við úthlutun horft til þess að íbúðir verði ekki stærri en eftirfarandi tafla segir til um:
Umsóknarfresti lýkur þann 31. október 2018. Við það tímamark er mikilvægt að öll tilskilin umsóknargögn hafi borist.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs www.ils.is/stofnframlog