Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% í maí samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, mælist nú 7,2% og mælist bæði ofar árshækkun íbúðaverðs og launa.
Laun hækkuðu um 2,3% í maí sem er mesta hækkunin sem hefur mælst milli mánaða síðan í maí 2017 samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands. En hækkunina í maí 2018 og eins maí 2017 má rekja til samningsbundinna launahækkana á almennum markaði. Þrátt fyrir það mælist árshækkun launa nú 6,3% sem er um prósentustigi lægra en árshækkun leigu.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða í maí sem er mesta hækkun sem orðið hefur milli mánaða síðan í maí 2017. Árshækkun íbúðaverðs mælist þó lægri en bæði árshækkun leiguverðs og launa, eða 4,6% sem skýrist af rólegri takti í hækkun íbúðaverðs síðustu mánuði. Athygli vekur að hækkunin í maí á leiguverði, íbúðaverði og launum var í öllum tilfellum ofar meðalhækkuninni milli mánaða frá því að mánaðarlegar mælingar hófust á leiguverði við upphaf árs 2011. Varhugavert er þó að lesa of mikið í einstaka mælingar milli mánaða þar sem þessar stærðir eiga það til að flökta milli mánaða.
Þegar stærðirnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi má sjá að fyrir um tveimur árum síðan fór íbúðaverð að hækka talsvert hraðar en leiguverð og laun en vísbendingar eru um að stærðirnar séu nú í auknum mæli að þróast í takt við hvor aðra. Það misvægi sem varð á milli þróunar fasteigna- og leiguverðs virðist því að nokkru leyti hafa gengið til baka undanfarna mánuði.
Laun hækkuðu um 2,3% í maí sem er mesta hækkunin sem hefur mælst milli mánaða síðan í maí 2017 samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands. En hækkunina í maí 2018 og eins maí 2017 má rekja til samningsbundinna launahækkana á almennum markaði. Þrátt fyrir það mælist árshækkun launa nú 6,3% sem er um prósentustigi lægra en árshækkun leigu.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða í maí sem er mesta hækkun sem orðið hefur milli mánaða síðan í maí 2017. Árshækkun íbúðaverðs mælist þó lægri en bæði árshækkun leiguverðs og launa, eða 4,6% sem skýrist af rólegri takti í hækkun íbúðaverðs síðustu mánuði. Athygli vekur að hækkunin í maí á leiguverði, íbúðaverði og launum var í öllum tilfellum ofar meðalhækkuninni milli mánaða frá því að mánaðarlegar mælingar hófust á leiguverði við upphaf árs 2011. Varhugavert er þó að lesa of mikið í einstaka mælingar milli mánaða þar sem þessar stærðir eiga það til að flökta milli mánaða.
Þegar stærðirnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi má sjá að fyrir um tveimur árum síðan fór íbúðaverð að hækka talsvert hraðar en leiguverð og laun en vísbendingar eru um að stærðirnar séu nú í auknum mæli að þróast í takt við hvor aðra. Það misvægi sem varð á milli þróunar fasteigna- og leiguverðs virðist því að nokkru leyti hafa gengið til baka undanfarna mánuði.