Konur virðast hafa neikvæðari viðhorf í garð leigumarkaðarins en karlar. Þetta sýnir nýleg könnun Íbúðalánasjóðs. Aðspurðar töldu færri konur en karlar það hagstætt að vera á leigumarkaði. Konur töldu einnig síður en karlar að framboð leiguhúsnæðis sé nægt. Fleiri karlar töldu hins vegar að þeir yrðu komnir af leigumarkaði innan sex mánaða í samanburði við konur. Sú staðreynd rímar við niðurstöður könnunarinnar um að fleiri karlar en konur telji sig geta safnað sparifé.
Leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóður gerir reglulega greiningar á stöðu fólks á húsnæðismarkaðnum og viðhorfi þeirra til leigumarkaðarins. Niðurstöður eru meðal annars flokkaðar eftir kyni samkvæmt 16. gr. jafnréttislaga um opinbera hagskýrslugerð. Í tilefni af kvenréttindadeginum sem er í dag 19. júní tók leigumarkaðsdeildin saman ýmsar staðreyndir varðandi ólík viðhorf kynjanna til leigumarkaðarins eins og þau birtust í nýjustu könnun sjóðsins. Þrátt fyrir hin ólíku viðhorf þá eru konur og karlar jafn líkleg til þess að vera á leigumarkaði, samkvæmt könnuninni.
Niðurstöður könnunarinnar má lesa í heild sinni hér.
Leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóður gerir reglulega greiningar á stöðu fólks á húsnæðismarkaðnum og viðhorfi þeirra til leigumarkaðarins. Niðurstöður eru meðal annars flokkaðar eftir kyni samkvæmt 16. gr. jafnréttislaga um opinbera hagskýrslugerð. Í tilefni af kvenréttindadeginum sem er í dag 19. júní tók leigumarkaðsdeildin saman ýmsar staðreyndir varðandi ólík viðhorf kynjanna til leigumarkaðarins eins og þau birtust í nýjustu könnun sjóðsins. Þrátt fyrir hin ólíku viðhorf þá eru konur og karlar jafn líkleg til þess að vera á leigumarkaði, samkvæmt könnuninni.
Niðurstöður könnunarinnar má lesa í heild sinni hér.