Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða í maí samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,4% milli apríl og maí og sérbýli hækkaði í verði um 2,8% milli mánaða. Svo mikil hækkun á sérbýli hefur ekki sést á milli mánaða síðan í mars 2017 en þá hækkaði verð á sérbýli um 3,3% á milli mánaða.
Vísitala íbúðaverðs hefur nú hækkað um 4,6% undanfarna 12 mánuði. Áfram hægir á 12 mánaða hækkunartakti íbúðaverðs og hefur hann ekki mælst minni síðan í mars 2013 eða í rúmlega fimm ár.
Raunverð íbúða, þ.e. vísitala íbúðaverðs í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, hækkaði um 1,1% á milli mánaða.12 mánaða hækkunartaktur raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram í lækkunarferli sínum. Í maí á síðasta ári nam 12 mánaða hækkun raunverðs 21,5% en nú er 12 mánaða hækkunin aðeins 2,5%.
703 kaupsamningum um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í maí. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var samtals 2.920 kaupsamningum þinglýst á svæðinu sem er nánast á pari við sama tímabil síðasta árs en þá var 2.904 samningum þinglýst.
Vísitala íbúðaverðs hefur nú hækkað um 4,6% undanfarna 12 mánuði. Áfram hægir á 12 mánaða hækkunartakti íbúðaverðs og hefur hann ekki mælst minni síðan í mars 2013 eða í rúmlega fimm ár.
Raunverð íbúða, þ.e. vísitala íbúðaverðs í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, hækkaði um 1,1% á milli mánaða.12 mánaða hækkunartaktur raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram í lækkunarferli sínum. Í maí á síðasta ári nam 12 mánaða hækkun raunverðs 21,5% en nú er 12 mánaða hækkunin aðeins 2,5%.
703 kaupsamningum um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í maí. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var samtals 2.920 kaupsamningum þinglýst á svæðinu sem er nánast á pari við sama tímabil síðasta árs en þá var 2.904 samningum þinglýst.