Íbúðalánasjóður boðar til opins fundar um skammtímaleigu íbúða í gegnum Airbnb. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. júní kl. 12-13 í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21.
Skammtímaleiga íbúða til ferðamanna hefur aukist mikið á undanförnum árum með tilheyrandi áhrifum á ferðaþjónustu og húsnæðismarkað. Á fundinum mun Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, fjalla ítarlega um framboð gistingar í gegnum Airbnb hér á landi.
Staðan á Íslandi verður sett í samhengi við þróun mála erlendis og niðurstöður nýrrar greiningar á áhrifum skammtímaleigu á húsnæðismarkað verða kynntar. Loks verður fjallað um hvað stjórnvöld geta gert ef þau vilja hafa aukna stjórn á þróun heima- og íbúðagistingar.
Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á léttar veitingar.
Skráðu þig á fundinn hér.
Skammtímaleiga íbúða til ferðamanna hefur aukist mikið á undanförnum árum með tilheyrandi áhrifum á ferðaþjónustu og húsnæðismarkað. Á fundinum mun Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, fjalla ítarlega um framboð gistingar í gegnum Airbnb hér á landi.
Staðan á Íslandi verður sett í samhengi við þróun mála erlendis og niðurstöður nýrrar greiningar á áhrifum skammtímaleigu á húsnæðismarkað verða kynntar. Loks verður fjallað um hvað stjórnvöld geta gert ef þau vilja hafa aukna stjórn á þróun heima- og íbúðagistingar.
Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á léttar veitingar.
Skráðu þig á fundinn hér.