Fram kom á fundi sem Íbúðalánasjóður stóð fyrir í gær, um leigumarkaðinn og stofnun óhagnaðardrifinna leigufélaga, að Ísland skeri sig úr í samanburði við hin Norðurlöndin þegar kemur að hlutfalli fólks á aldrinum 25-34 ára í foreldrahúsum. Um 14% fólks á þessum aldri býr í foreldrahúsum á Íslandi en hlutfallið er um og undir 6% hjá nágrannalöndum okkar, samkvæmt gögnum Eurostat. Leiða má líkur að því að staðan hér á landi sé að miklu leyti sökum skorts á húsnæði sem hæfir ungu fólki til kaups eða leigu.
Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðar hjá sjóðnum, vakti máls á því að í íslenskum húsaleigulögum sé áskilið að leiga skuli jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Að vísu sé einnig tekið fram að aðilum sé frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og með hvaða hætti hún skuli breytast á leigutímanum. Hins vegar vakni spurningar um það, þegar þessi ákvæði séu skoðuð, hvort til séu hér á landi skýr viðmið um það hvað teljist vera sanngjörn og eðlileg leiga?
Una sagði ástæðu til að skoða hvort heimfæra megi lausnir sem hafa reynst vel hjá nágrannalöndum okkar yfir á íslenskan markað. „Í Svíþjóð eru til að mynda starfrækt samtök leigjenda sem semja árlega um leiguverð við leigusala, og þar er kveðið á um að leiguverð skuli vera sanngjarnt. Viðmiðið um hvað teljist sanngjarnt verð byggist á samræmdri aðferð við að meta kosti húsnæðisins. Hægt er að skjóta síðan ágreiningi til húsaleigunefndar sem getur ákveðið nýtt leiguverð,“ sagði Una.
Almenna reglan í Noregi er svo að leigusamningar séu ekki gerðir til skemmri tíma en þriggja ára og óheimilt er að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana, og þá einungis einu sinni á ári.
Glærur af fundinum má nálgast hér og hér
Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðar hjá sjóðnum, vakti máls á því að í íslenskum húsaleigulögum sé áskilið að leiga skuli jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Að vísu sé einnig tekið fram að aðilum sé frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og með hvaða hætti hún skuli breytast á leigutímanum. Hins vegar vakni spurningar um það, þegar þessi ákvæði séu skoðuð, hvort til séu hér á landi skýr viðmið um það hvað teljist vera sanngjörn og eðlileg leiga?
Una sagði ástæðu til að skoða hvort heimfæra megi lausnir sem hafa reynst vel hjá nágrannalöndum okkar yfir á íslenskan markað. „Í Svíþjóð eru til að mynda starfrækt samtök leigjenda sem semja árlega um leiguverð við leigusala, og þar er kveðið á um að leiguverð skuli vera sanngjarnt. Viðmiðið um hvað teljist sanngjarnt verð byggist á samræmdri aðferð við að meta kosti húsnæðisins. Hægt er að skjóta síðan ágreiningi til húsaleigunefndar sem getur ákveðið nýtt leiguverð,“ sagði Una.
Almenna reglan í Noregi er svo að leigusamningar séu ekki gerðir til skemmri tíma en þriggja ára og óheimilt er að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana, og þá einungis einu sinni á ári.
Glærur af fundinum má nálgast hér og hér