Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs í júní er nú komin út. Á meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni að þessu sinni er eftirfarandi:
• Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er mun minni hækkun en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2017 þegar íbúðaverð hækkaði um 9,4%.
• Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seldust að meðaltali á 1,3 milljónum króna undir ásettu verði í apríl en afsláttur af ásettu verði hefur þó farið minnkandi síðan í desember.
• Kynnt er til sögunnar ný vísitala paraðra íbúðaviðskipta. Hún bendir til að verð dæmigerðrar íbúðar á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað hækkað minna undanfarin tvö ár en vísitala íbúðaverðs gefur til kynna.
• Undanfarna 12 mánuði hafa bæði leiguverð og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað minna en launavísitala. Þetta er í fyrsta skipti síðan í júní 2016 sem 12 mánaða hækkun launa er meiri en hækkun bæði leigu- og íbúðaverðs.
• Þegar tekið er tillit til bæði þróunar íbúðaverðs og vaxta er greiðslubyrði af lánum vegna kaupa á dæmigerðri íbúð á höfuðborgarsvæðinu í mörgum tilfellum minni nú en ef sama íbúð hefði verið keypt fyrir ári síðan.
• Fjallað er um þau gögn sem liggja fyrir varðandi fjölda íbúða í byggingu en skort hefur á áreiðanlegar opinberar upplýsingar í þeim efnum.
• 12 mánaða raunaukning veltu í byggingariðnaði mælist nú 12% og hefur farið minnkandi.
• Ítarleg umfjöllun um eignasafn Íbúðalánasjóðs er á sínum stað auk þess sem sérstakir kaflar um greiðslur húsnæðisbóta og stofnframlög Íbúðalánasjóðs eru birtir í fyrsta skipti.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn – júní 2018
• Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er mun minni hækkun en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2017 þegar íbúðaverð hækkaði um 9,4%.
• Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seldust að meðaltali á 1,3 milljónum króna undir ásettu verði í apríl en afsláttur af ásettu verði hefur þó farið minnkandi síðan í desember.
• Kynnt er til sögunnar ný vísitala paraðra íbúðaviðskipta. Hún bendir til að verð dæmigerðrar íbúðar á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað hækkað minna undanfarin tvö ár en vísitala íbúðaverðs gefur til kynna.
• Undanfarna 12 mánuði hafa bæði leiguverð og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað minna en launavísitala. Þetta er í fyrsta skipti síðan í júní 2016 sem 12 mánaða hækkun launa er meiri en hækkun bæði leigu- og íbúðaverðs.
• Þegar tekið er tillit til bæði þróunar íbúðaverðs og vaxta er greiðslubyrði af lánum vegna kaupa á dæmigerðri íbúð á höfuðborgarsvæðinu í mörgum tilfellum minni nú en ef sama íbúð hefði verið keypt fyrir ári síðan.
• Fjallað er um þau gögn sem liggja fyrir varðandi fjölda íbúða í byggingu en skort hefur á áreiðanlegar opinberar upplýsingar í þeim efnum.
• 12 mánaða raunaukning veltu í byggingariðnaði mælist nú 12% og hefur farið minnkandi.
• Ítarleg umfjöllun um eignasafn Íbúðalánasjóðs er á sínum stað auk þess sem sérstakir kaflar um greiðslur húsnæðisbóta og stofnframlög Íbúðalánasjóðs eru birtir í fyrsta skipti.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn – júní 2018