Fólk í lægri tekjuhópum hér á landi greiðir hærra hlutfall ráðstöfunartekna sinna í húsaleigu en sömu tekjuhópar á Norðurlöndunum. Þessi hópur greiðir um helming launa sinna eftir skatt í húsaleigu. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fjölmennum fundi Íbúðalánasjóðs um leigumarkaðinn sem haldinn var í húsakynnum sjóðsins fyrr í dag.
Leigjendur á Íslandi eru tíu þúsund fleiri í dag en fyrir sjö árum eða alls um 50 þúsund talsins. Leigumarkaðurinn mun ekki minnka á næstunni samkvæmt spurningakönnun sem var lögð fyrir almenning á dögunum, en um 85% þeirra sem eru á leigumarkaði telja að þeir verði þar áfram eftir 6 mánuði. Landsmönnum fjölgaði um rúmlega tíu þúsund árið 2017 en aðeins 1.768 nýjar íbúðir bættust við. Af þessum tíu þúsund voru um átta þúsund erlendir ríkisborgarar sem líklegri eru til að leigja húsnæði frekar en að kaupa.
Í könnuninni kemur fram að 57% fólks á leigumarkaði telji að þar megi finna öruggt húsnæði. 92% aðspurðra Íslendinga telja það hins vegar óhagstætt að vera á leigumarkaði.
Erfið staða leigjenda er helsta ástæða þess að Íbúðalánasjóður hefur sett sérstaka áherslu á leigumarkaðinn og hafið ítarlegar greiningar á honum. Vantað hefur greinargóðar upplýsingar um leigumarkaðinn en með tilkomu sérstakrar leigumarkaðsdeildar innan sjóðsins er hugmyndin að afla gagna til að geta brugðist við vandanum hjá þeim sem standa verst og beint hússnæðisstuðningi hins opinbera á þá staði þar sem þörfin er mest.
Könnun Íbúðalánasjóðs um leigumarkaðinn fór fram í lok febrúar og í byrjun mars. Hún var framkvæmd af Zenter og um var að ræða netkönnun. Úrtakið taldi 2500 einstaklinga, 18 ára og eldri, og svarhlutfall var 58%.
Þá má nefna að félagslegum íbúðum hefur fækkað um helming frá árinu 1995. Ein afleiðingin af skorti á húsnæði er að lægri tekjuhóparnir í samfélaginu búa við lítið húsnæðisöryggi og takmarkað fjárhagslegt svigrúm vegna hás húsnæðiskostnaðar. Fólkið á bakvið súluritin í skýrslunni er að stóru leyti fjölskyldufólk sem eyðir um helmingnum af tekjum sínum eftir skatt í leigu. Þá eru öll önnur útgjöld heimilisins eftir. Þessi hópur hefur í raun ekki efni á því að leigja en stritar við að borga leiguna til að missa ekki húsnæðið.
Það hefur verið gripið til aðgerða af hálfu stjórnvalda til að hjálpa að þessum hóp. Húsnæðisbætur hafa verið hækkaðar frá áramótum og fleiri hafa sótt um þær fyrstu þrjá mánuði ársins heldur en á sama tímabili í fyrra.“
Búið er að úthluta stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði til byggingar 1.325 hagkvæmra leiguíbúða sem munu nýtast þessum lægri tekjuhópum sem könnunin sýnir að standi verst. Leggja þarf allt kapp á að klára þær íbúðir sem fyrst en tafir á framkvæmdum hafa þegar valdið seinkunum upp á 6-12 mánuði. Þá vinnur Íbúðalánasjóður að frekari útfærslum á húsnæðisstuðningi við tekjulægri hópa í samfélaginu að ósk félags- og jafnréttismálaráðherra og í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.“
Kynning Unu frá fundinum
Kynning Sigrúnar Ástu frá fundinum
Leigjendur á Íslandi eru tíu þúsund fleiri í dag en fyrir sjö árum eða alls um 50 þúsund talsins. Leigumarkaðurinn mun ekki minnka á næstunni samkvæmt spurningakönnun sem var lögð fyrir almenning á dögunum, en um 85% þeirra sem eru á leigumarkaði telja að þeir verði þar áfram eftir 6 mánuði. Landsmönnum fjölgaði um rúmlega tíu þúsund árið 2017 en aðeins 1.768 nýjar íbúðir bættust við. Af þessum tíu þúsund voru um átta þúsund erlendir ríkisborgarar sem líklegri eru til að leigja húsnæði frekar en að kaupa.
Í könnuninni kemur fram að 57% fólks á leigumarkaði telji að þar megi finna öruggt húsnæði. 92% aðspurðra Íslendinga telja það hins vegar óhagstætt að vera á leigumarkaði.
Leiga hefur hækkað umfram laun
Ljóst er að hækkun leiguverðs og lítið framboð hefur mest áhrif á viðhorf fólks til leigumarkaðarins. Einungis 7% aðspurðra telja að framboð leiguhúsnæðis sé mikið, samanborið við 18% sem svöruðu þeirri spurningu játandi árið 2011. Þá hefur húsaleiga hækkað um 82% að jafnaði frá árinu 2011 en á sama tímabili hafa laun hækkað um 66% en verð fasteigna hækkað um 92%. Fjárhagsstaða leigjenda er einnig mun verri en hjá þeim sem eiga. 44% leigjenda segjast geta safnað sparifé á móti 66% fólks sem býr í eigin húsnæði.Erfið staða leigjenda er helsta ástæða þess að Íbúðalánasjóður hefur sett sérstaka áherslu á leigumarkaðinn og hafið ítarlegar greiningar á honum. Vantað hefur greinargóðar upplýsingar um leigumarkaðinn en með tilkomu sérstakrar leigumarkaðsdeildar innan sjóðsins er hugmyndin að afla gagna til að geta brugðist við vandanum hjá þeim sem standa verst og beint hússnæðisstuðningi hins opinbera á þá staði þar sem þörfin er mest.
Könnun Íbúðalánasjóðs um leigumarkaðinn fór fram í lok febrúar og í byrjun mars. Hún var framkvæmd af Zenter og um var að ræða netkönnun. Úrtakið taldi 2500 einstaklinga, 18 ára og eldri, og svarhlutfall var 58%.
Lítið framboð og íþyngjandi leiguverð
Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði: „Könnunin birtir okkur þá mynd að leigumarkaðurinn glími enn við lítið framboð og að leiguverð sé íþyngjandi hjá stórum hópi fólks. Þessi staða veldur meðal annars því að um 350 manns eru utangarðs og hafa ekki fastan íverustað, 800 háskólanemar eru á bið eftir íbúð hjá Félagsstofnun Stúdenta og 1.600 manns bíða eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélögunum.Þá má nefna að félagslegum íbúðum hefur fækkað um helming frá árinu 1995. Ein afleiðingin af skorti á húsnæði er að lægri tekjuhóparnir í samfélaginu búa við lítið húsnæðisöryggi og takmarkað fjárhagslegt svigrúm vegna hás húsnæðiskostnaðar. Fólkið á bakvið súluritin í skýrslunni er að stóru leyti fjölskyldufólk sem eyðir um helmingnum af tekjum sínum eftir skatt í leigu. Þá eru öll önnur útgjöld heimilisins eftir. Þessi hópur hefur í raun ekki efni á því að leigja en stritar við að borga leiguna til að missa ekki húsnæðið.
Það hefur verið gripið til aðgerða af hálfu stjórnvalda til að hjálpa að þessum hóp. Húsnæðisbætur hafa verið hækkaðar frá áramótum og fleiri hafa sótt um þær fyrstu þrjá mánuði ársins heldur en á sama tímabili í fyrra.“
Stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði úthlutað til byggingar leiguíbúða
Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs: „Þessi þrönga staða leigjenda sem kemur fram í könnuninni sýnir hversu brýnan vanda við eigum enn við að etja á húsnæðismarkaði. Fólk með lágar tekjur eða lægri millitekjur stendur veikast að vígi, sem og yngra fólk og ýmsir jaðarhópar. Lausnin mun fyrst og fremst felast í auknu framboði íbúða en það er framboðsskortur sem drifið hefur áfram hækkanirnar, bæði á eigna- og leigumarkaði.Búið er að úthluta stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði til byggingar 1.325 hagkvæmra leiguíbúða sem munu nýtast þessum lægri tekjuhópum sem könnunin sýnir að standi verst. Leggja þarf allt kapp á að klára þær íbúðir sem fyrst en tafir á framkvæmdum hafa þegar valdið seinkunum upp á 6-12 mánuði. Þá vinnur Íbúðalánasjóður að frekari útfærslum á húsnæðisstuðningi við tekjulægri hópa í samfélaginu að ósk félags- og jafnréttismálaráðherra og í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.“
Kynning Unu frá fundinum
Kynning Sigrúnar Ástu frá fundinum