Íbúðalánasjóður stendur fyrir opnum fundi næsta miðvikudag þar sem niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar verða kynntar með áherslu á leigumarkaðinn. Leigumarkaðurinn er umtalsvert stærri í dag en fyrir áratug síðan og ekkert bendir til þess að fjöldi þeirra sem eru á leigumarkaði muni minnka á næstunni.
Hagur leigjenda er borinn saman við hag annarra hópa og verður einnig farið yfir stofnframlög ríkisins sem Íbúðalánasjóður úthlutar til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. Markmiðið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði til leigu.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. maí kl. 12-12:45 í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Dagskrá:
Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði kynnir niðurstöður könnunar.
Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs kynnir stofnframlög og almennar íbúðir.
Hagur leigjenda er borinn saman við hag annarra hópa og verður einnig farið yfir stofnframlög ríkisins sem Íbúðalánasjóður úthlutar til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. Markmiðið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði til leigu.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. maí kl. 12-12:45 í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Dagskrá:
Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði kynnir niðurstöður könnunar.
Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs kynnir stofnframlög og almennar íbúðir.