Vísitala launa sem Hagstofa Íslands birti fyrr í dag sýnir að laun landsmanna hækkuðu að meðaltali um 0,3% í mars frá fyrri mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,1%. Í mars hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 7,7% og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 10%. Ekki hefur munað svona litlu á árshækkun launa og íbúðaverðs síðan í júlí 2016.
.PNG?proc=800x800)
Fyrir ári síðan, eða í mars 2017 hafði íbúðaverð hækkað um 20,9% á einu ári meðan að laun höfðu einungis hækkað um 5% og leiguverð um 10,3%. Þessi nýja mæling er því enn ein vísbendingin um að verðþróun á íbúðamarkaði sé nú í meira samræmi við launaþróun landsmanna en fyrir ári síðan.
Fyrir ári síðan, eða í mars 2017 hafði íbúðaverð hækkað um 20,9% á einu ári meðan að laun höfðu einungis hækkað um 5% og leiguverð um 10,3%. Þessi nýja mæling er því enn ein vísbendingin um að verðþróun á íbúðamarkaði sé nú í meira samræmi við launaþróun landsmanna en fyrir ári síðan.