Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% í mars á sama tíma og fasteignaverð lækkaði um 0,1%. Árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, nemur nú 10% og er í fyrsta skipti síðan í nóvember 2014 meiri en árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem mælist nú 7,7%.

Upp úr miðju ári 2016 fór fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka hraðar en leiguverð en nú hefur hægt á íbúðaverðshækkunum. Of snemmt er að segja til um hvert leiguverð stefni næstu misseri, en flestir eru sammála um að aukin ró sé að færast yfir húsnæðismarkaðinn.

Upp úr miðju ári 2016 fór fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka hraðar en leiguverð en nú hefur hægt á íbúðaverðshækkunum. Of snemmt er að segja til um hvert leiguverð stefni næstu misseri, en flestir eru sammála um að aukin ró sé að færast yfir húsnæðismarkaðinn.