Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% í febrúar. Fjölbýli hækkaði í verði um 0,7% í mánuðinum en sérbýli lækkaði hins vegar um 0,3 prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar.
Áfram hægir á 12 mánaða hækkunartakti íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 10,6% sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Það hægir einnig á árshækkunum raunverðs íbúða. Vísitala íbúðaverðs hefur nú hækkað um 8,2% umfram vísitölu neysluverðs undanfarna 12 mánuði.
Þó sérbýli hafi lækkað lítillega í verði milli mánaða er 12 mánaða hækkun sérbýlis enn meiri en 12 mánaða hækkun fjölbýlis. Undanfarið ár hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13,0% en fjölbýli um 9,8%.
Í nýlegum efnahagsspám helstu greiningaraðila sem birta spár um húsnæðisverð hefur því verið spáð að íbúðaverð hækki um 6-9% á yfirstandandi ári. Þróun vísitölu íbúðaverðs fyrstu tvo mánuði ársins er í ágætu samræmi við þær væntingar, en vísitalan hefur nú hækkað um 1,5% frá áramótum.
Áfram hægir á 12 mánaða hækkunartakti íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 10,6% sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Það hægir einnig á árshækkunum raunverðs íbúða. Vísitala íbúðaverðs hefur nú hækkað um 8,2% umfram vísitölu neysluverðs undanfarna 12 mánuði.
Þó sérbýli hafi lækkað lítillega í verði milli mánaða er 12 mánaða hækkun sérbýlis enn meiri en 12 mánaða hækkun fjölbýlis. Undanfarið ár hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13,0% en fjölbýli um 9,8%.
Í nýlegum efnahagsspám helstu greiningaraðila sem birta spár um húsnæðisverð hefur því verið spáð að íbúðaverð hækki um 6-9% á yfirstandandi ári. Þróun vísitölu íbúðaverðs fyrstu tvo mánuði ársins er í ágætu samræmi við þær væntingar, en vísitalan hefur nú hækkað um 1,5% frá áramótum.