Una Jónsdóttir hagfræðingur og deildarstjóri leigumarkaðsdeildar hjá Íbúðalánasjóði birti pistil á kjarninn.is um stöðuna á húsnæðismarkaði og velti því meðal annars fyrir sér hvar allt það fólk sem flutti hingað til lands í fyrra býr?
Í fyrra átti sér stað mesta mannfjöldaaukning á einu ári frá upphafi mælinga, á sama tíma og fjölgun íbúða var ekki mikil í sögulegu samhengi. Raunveruleg eftirspurn hlýtur því að vera eftir húsnæði. En það er ekki þar með sagt að eftirspurn sé eftir því að kaupa eigið húsnæði.
„Fjölmörg merki eru um mikinn húsnæðisvanda, sérstaklega hjá ákveðnum hópum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélögunum eru langir, 95% aukning hefur orðið á fjölda utangarðsfólks síðan 2012 samkvæmt skýrslu Reykjavíkurborgar og fjöldi námsmanna er á bið eftir námsmannaíbúð. Þessir hópar, staða þeirra og sú staðreynd að þeir komast ekki inn á eignamarkaðinn eru allt þættir sem sýna okkur að mikil þörf er fyrir öflugan, öruggan og fjölbreyttan leigumarkað á Íslandi.“ Segir í grein Unu.
Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Í fyrra átti sér stað mesta mannfjöldaaukning á einu ári frá upphafi mælinga, á sama tíma og fjölgun íbúða var ekki mikil í sögulegu samhengi. Raunveruleg eftirspurn hlýtur því að vera eftir húsnæði. En það er ekki þar með sagt að eftirspurn sé eftir því að kaupa eigið húsnæði.
„Fjölmörg merki eru um mikinn húsnæðisvanda, sérstaklega hjá ákveðnum hópum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélögunum eru langir, 95% aukning hefur orðið á fjölda utangarðsfólks síðan 2012 samkvæmt skýrslu Reykjavíkurborgar og fjöldi námsmanna er á bið eftir námsmannaíbúð. Þessir hópar, staða þeirra og sú staðreynd að þeir komast ekki inn á eignamarkaðinn eru allt þættir sem sýna okkur að mikil þörf er fyrir öflugan, öruggan og fjölbreyttan leigumarkað á Íslandi.“ Segir í grein Unu.
Pistilinn má lesa í heild sinni hér.