„Húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur og deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði, á fjölmennri ráðstefnu Verk og vit í Laugardalshöll í dag. Una fór yfir stöðuna á húsnæðismarkaði og hvaða afleiðingar vaxandi húsnæðisskortur undanfarinna ára hefur haft á landsmenn.
Met slegið í mannfjöldaaukningu í fyrra
Í erindi Unu kom fram að met var slegið í mannfjöldaaukningu á síðasta ári þegar mannfjöldinn jókst um 10.000 manns á landsvísu og var aukningin að mestu leyti drifin áfram af aðflutningi erlends vinnuafls til landsins. „Slík fjölgun setur álag á alla innviði samfélagsins. Það er mikilvægt að huga að því við hvaða aðstæður þetta fólk býr, þar sem við vitum að þessi mikla mannfjöldaaukning á sér stað á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði“.
Fjöldi íbúa á hverja íbúð hefur aukist samfleytt síðan 2012 og er það til marks um hinn vaxandi skort á íbúðum. „Það er almenn leitni að fjöldi íbúa á hverja íbúð fari lækkandi í öllum vestrænum ríkjum þar sem fólk á færri börn nú en áður, kýs oftar að búa eitt og svo framvegis. Það er hins vegar óeðlilegt að sjá þennan mælikvarða hækka upp úr 2012 og til marks um þann skort sem er á húsnæðismarkaði,“ sagði Una
Nýbyggingar ef til vill ofar kaupgetu hópsins
Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum.
Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts.
Húsnæði sem lýðheilsumál
Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu.
Hér má nálgast kynningu Unu af fundinum
Met slegið í mannfjöldaaukningu í fyrra
Í erindi Unu kom fram að met var slegið í mannfjöldaaukningu á síðasta ári þegar mannfjöldinn jókst um 10.000 manns á landsvísu og var aukningin að mestu leyti drifin áfram af aðflutningi erlends vinnuafls til landsins. „Slík fjölgun setur álag á alla innviði samfélagsins. Það er mikilvægt að huga að því við hvaða aðstæður þetta fólk býr, þar sem við vitum að þessi mikla mannfjöldaaukning á sér stað á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði“.
Fjöldi íbúa á hverja íbúð hefur aukist samfleytt síðan 2012 og er það til marks um hinn vaxandi skort á íbúðum. „Það er almenn leitni að fjöldi íbúa á hverja íbúð fari lækkandi í öllum vestrænum ríkjum þar sem fólk á færri börn nú en áður, kýs oftar að búa eitt og svo framvegis. Það er hins vegar óeðlilegt að sjá þennan mælikvarða hækka upp úr 2012 og til marks um þann skort sem er á húsnæðismarkaði,“ sagði Una
Nýbyggingar ef til vill ofar kaupgetu hópsins
Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum.
Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts.
Húsnæði sem lýðheilsumál
Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu.
Hér má nálgast kynningu Unu af fundinum