Framleiðni í byggingariðnaði vex hægar en í öðrum greinum og hefur það skaðleg áhrif á íbúðamarkað á sama tíma og búist er við meira þúsund milljarða fjárfestingu í mannvirkjum á Íslandi næstu þrjú árin. Aukin framleiðni í byggingariðnaði myndi stuðla að ódýrari íbúðum og leiða til þess að húsnæðisvandi þjóðarinnar leysist hraðar en nú er raunin.
Þetta eru á meðal niðurstaðna nýrrar greiningar Íbúðalánasjóðs og Íslenska byggingavettvangsins sem byggir á niðurstöðum rannsóknar á framleiðni í íslenskum byggingariðnaði. Greiningin var kynnt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í dag. Skortur hefur einkennt framboðshlið húsnæðismarkaðarins síðustu ár og fram kom í máli fundarmanna að aukin framleiðni í byggingariðnaði sé eitt mikilvægasta verkefni húsnæðismála um þessar mundir.
Þegar svo miklar fjárhæðir eru undir skiptir öllu máli að uppbyggingin sé hagkvæm til að nýta sem best þá framleiðslugetu sem er til staðar í byggingariðnaði. Undanfarin ár hafa fyrirtæki í byggingariðnaði vaxið hratt, en nú eru ákveðin ummerki um vaxtarverki. Gríðarlegur skortur hefur myndast á fagfólki í mannvirkjagreinum og færri fyrirtæki en áður vilja fjölga starfsfólki, þrátt fyrir góða verkefnastöðu.
Lítil framleiðni í byggingariðnaði veldur því einnig að sveiflur á íbúðamarkaði verða meiri en ella. Lengri tíma tekur að byggja íbúðir og meira vinnuafl þarf á hverja íbúð. Því getur aukin framleiðni í byggingariðnaði stuðlað að auknum stöðugleika í húsnæðismálum.
Fyrirtæki í mannvirkjagreinum hafa einnig tækifæri til úrbóta í eigin ranni. Aukin gæðastjórnun, bætt verkefnastjórnun, bætt skipulag á vinnustöðum og nýjar framleiðsluaðferðir eru á meðal þeirra þátta sem fyrirtækin geta sjálf beitt til að auka hagkvæmni í rekstri og þar af leiðandi lækka byggingakostnað.
Kynning Ólafs frá fundinum.
Þetta eru á meðal niðurstaðna nýrrar greiningar Íbúðalánasjóðs og Íslenska byggingavettvangsins sem byggir á niðurstöðum rannsóknar á framleiðni í íslenskum byggingariðnaði. Greiningin var kynnt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í dag. Skortur hefur einkennt framboðshlið húsnæðismarkaðarins síðustu ár og fram kom í máli fundarmanna að aukin framleiðni í byggingariðnaði sé eitt mikilvægasta verkefni húsnæðismála um þessar mundir.
Rúmlega 1.000 milljarða uppbygging næstu þrjú ár
Á næstu þremur árum má gera ráð fyrir því að fjárfestingar í mannvirkjum hér á landi nemi samtals rúmlega 1.000 milljörðum króna. Þar af er fjárfesting í atvinnumannvirkjum tæpir 500 milljarðar, fjárfesting í íbúðum rúmir 400 milljarðar og fjárfesting í mannvirkjum hins opinbera tæpir 200 milljarðar. Umfang mannvirkjagerðar hér á landi nálgast nú árin fyrir hrun, þó enn sé nokkuð í hápunkt áranna 2006 og 2007.Þegar svo miklar fjárhæðir eru undir skiptir öllu máli að uppbyggingin sé hagkvæm til að nýta sem best þá framleiðslugetu sem er til staðar í byggingariðnaði. Undanfarin ár hafa fyrirtæki í byggingariðnaði vaxið hratt, en nú eru ákveðin ummerki um vaxtarverki. Gríðarlegur skortur hefur myndast á fagfólki í mannvirkjagreinum og færri fyrirtæki en áður vilja fjölga starfsfólki, þrátt fyrir góða verkefnastöðu.
Sveiflur í byggingariðnaði mun meiri en annars staðar
Sveiflur í byggingariðnaði hér á landi eru á bilinu tvöfalt til þrefalt meiri en í öðrum greinum. Fyrirtækin í byggingariðnaði eru að meðaltali smærri en önnur fyrirtæki og nýsköpun á meðal þeirra er minni. Meðal annars af þessum sökum vex framleiðni í byggingariðnaði hægar en í öðrum greinum hagkerfisins, bæði á Íslandi og erlendis.Lítil framleiðni í byggingariðnaði veldur því einnig að sveiflur á íbúðamarkaði verða meiri en ella. Lengri tíma tekur að byggja íbúðir og meira vinnuafl þarf á hverja íbúð. Því getur aukin framleiðni í byggingariðnaði stuðlað að auknum stöðugleika í húsnæðismálum.
Ótal tækifæri til úrbóta
Ný rannsókn á framleiðni í byggingariðnaði leiðir í ljós fjölmörg atriði sem stjórnvöld og greinin sjálf þurfa að taka til gagngerrar skoðunar. Á meðal þess er að reglugerðir og lög í bygginga- og skipulagsmálum geta komið í veg fyrir aukna hagkvæmni í uppbyggingu. Málsmeðferð í bygginga- og skipulagsmálum þykir oft og tíðum vera brotakennd. Þá skiptir miklu máli að stjórnvöld reyni að jafna sveiflur í greininni með því að tímasetja opinberar framkvæmdir þegar önnur fjárfesting er lítil.Fyrirtæki í mannvirkjagreinum hafa einnig tækifæri til úrbóta í eigin ranni. Aukin gæðastjórnun, bætt verkefnastjórnun, bætt skipulag á vinnustöðum og nýjar framleiðsluaðferðir eru á meðal þeirra þátta sem fyrirtækin geta sjálf beitt til að auka hagkvæmni í rekstri og þar af leiðandi lækka byggingakostnað.
Lykillinn að auknum stöðugleika
Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs: „Ljóst er að mikil þörf er á uppbyggingu húsnæðis víða um land. Það skiptir miklu máli að sú uppbygging verði hagkvæm og í samræmi við þörf landsmanna. Um árabil hafa Íslendingar búið við miklar sveiflur í húsnæðismálum en þær þarf að minnka til þess að auka framleiðni, lækka byggingakostnað og tryggja að húsnæði fáist á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Aukin framleiðni í byggingariðnaði er því ekki aðeins góð fyrir þá sem starfa í greininni sjálfri, heldur er hún lykilatriði til að stuðla að auknum stöðugleika í húsnæðismálum.“Enginn undanskilinn
Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri Íslenska byggingavettvangsins: „Rannsóknin um framleiðni í bygginga- og mannvirkjagreinum sýnir að það þarf að taka til hendinni í allri virðiskeðju byggingaframkvæmda. Sóknarfærin eru mörg en krefjast þess að allir líti á hvað þeir geta gert til að auka framleiðni á sínum vinnustað, og þar er enginn undanskilinn.“Kynning Ólafs frá fundinum.