Ný mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs er nú komin út. Á meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni að þessu sinni er eftirfarandi:
• Kynntar eru til sögunnar nýjar tölur um fjölda eigna sem skráðar eru til sölu. Þær benda til þess að nýskráningar eigna til sölu hafi staðið í sterku sambandi við verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu á nýliðnu ári.
• Ásett verð íbúða hefur haldið áfram að hækka allra síðustu mánuði, en hægar en áður. Meðalsölutími hefur lengst síðan síðasta sumar, en aðeins lítillega.
• 8 prósent allra fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í desember áttu sér stað yfir ásettu verði. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra í þrjú ár.
• Íbúðaverð á Suðurnesjum hækkaði um 35% milli áranna 2016 og 2017, sem er næstum því fordæmalaus hækkun á einu ári. Verðið hækkaði einnig mjög mikið í Árborg, Hveragerði og Ölfusi.
• Hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs (e. price to rent ratio) hér á landi er nú komið yfir langtímameðaltal sitt. Hlutfallið hefur einnig hækkað í mörgum nágrannalöndum okkar, en óvíða jafn hratt og á Íslandi undanfarin tvö ár.
• Það tekur hátt í 17 ár fyrir leigutekjur af 3ja herbergja íbúð í Kópavogi að borga upp kaupverð íbúðarinnar. Hins vegar tekur það ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum.
• Fimm sveitarfélög hafa nú birt húsnæðisáætlun. Þær stuðla að auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika á húsnæðismarkaði.
• Ítarleg umfjöllun um stöðu eignasafns Íbúðalánasjóðs er á sínum stað.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn – febrúar 2018.
• Kynntar eru til sögunnar nýjar tölur um fjölda eigna sem skráðar eru til sölu. Þær benda til þess að nýskráningar eigna til sölu hafi staðið í sterku sambandi við verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu á nýliðnu ári.
• Ásett verð íbúða hefur haldið áfram að hækka allra síðustu mánuði, en hægar en áður. Meðalsölutími hefur lengst síðan síðasta sumar, en aðeins lítillega.
• 8 prósent allra fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í desember áttu sér stað yfir ásettu verði. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra í þrjú ár.
• Íbúðaverð á Suðurnesjum hækkaði um 35% milli áranna 2016 og 2017, sem er næstum því fordæmalaus hækkun á einu ári. Verðið hækkaði einnig mjög mikið í Árborg, Hveragerði og Ölfusi.
• Hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs (e. price to rent ratio) hér á landi er nú komið yfir langtímameðaltal sitt. Hlutfallið hefur einnig hækkað í mörgum nágrannalöndum okkar, en óvíða jafn hratt og á Íslandi undanfarin tvö ár.
• Það tekur hátt í 17 ár fyrir leigutekjur af 3ja herbergja íbúð í Kópavogi að borga upp kaupverð íbúðarinnar. Hins vegar tekur það ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum.
• Fimm sveitarfélög hafa nú birt húsnæðisáætlun. Þær stuðla að auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika á húsnæðismarkaði.
• Ítarleg umfjöllun um stöðu eignasafns Íbúðalánasjóðs er á sínum stað.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn – febrúar 2018.