Verðhækkanir íbúða á höfuðborgarsvæðinu voru áfram hóflegar í desember. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,21% milli mánaða í desember eftir að hafa lækkað um 0,7% í nóvember. Áfram hægir á 12 mánaða hækkunartakti íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 13,7%, en hæst fór 12 mánaða hækkunartakturinn í 23,5% í maí síðastliðnum.
Verð íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% milli mánaða í desember en verð sérbýlis lækkaði hins vegar um 0,4%. Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir í fjölbýli hækkað í verði um 12,6% en sérbýli um 16,5%.
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið íbúðaverð í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, lækkaði á síðustu þremur mánuðum síðasta árs eftir að hafa náð sögulegu hámarki í september. Lækkunin þessa þrjá mánuði nam samtals 1 prósenti en raunverð íbúða hafði áður hækkað um 13% á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.
Áður útgefnar tölur Þjóðskrár Íslands sýna að 20% færri kaupsamningum með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í desember 2017 heldur en í sama mánuði árið áður. Þróun fasteignaverðs og fjölda fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að markaðurinn sé nú í meira jafnvægi heldur en á fyrri hluta síðasta árs þegar miklar verðhækkanir áttu sér stað.
Verð íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% milli mánaða í desember en verð sérbýlis lækkaði hins vegar um 0,4%. Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir í fjölbýli hækkað í verði um 12,6% en sérbýli um 16,5%.
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið íbúðaverð í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, lækkaði á síðustu þremur mánuðum síðasta árs eftir að hafa náð sögulegu hámarki í september. Lækkunin þessa þrjá mánuði nam samtals 1 prósenti en raunverð íbúða hafði áður hækkað um 13% á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.
Áður útgefnar tölur Þjóðskrár Íslands sýna að 20% færri kaupsamningum með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í desember 2017 heldur en í sama mánuði árið áður. Þróun fasteignaverðs og fjölda fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að markaðurinn sé nú í meira jafnvægi heldur en á fyrri hluta síðasta árs þegar miklar verðhækkanir áttu sér stað.