Ný mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs hefur verið birt. Þar kemur meðal annars fram að hlutfall þeirra viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sér stað undir ásettu verði hefur aukist upp á síðkastið. Í nóvember seldust 78% íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði, en jafn hátt hlutfall hefur ekki sést síðan í upphafi árs 2016. Aukin ró virðist því vera að færast yfir fasteignamarkaðinn eftir mikla uppsveiflu á fyrri hluta síðasta árs.
Vísbendingar eru um að leigumarkaður fari minnkandi samkvæmt nýrri spurningakönnun og eru þær niðurstöður einnig raktar í skýrslunni.
Vakin er athygli á því að vöxtur var í raunvirði íbúðalána til heimila á nýliðnu ári og hefur 12 mánaða taktur útlánaaukningarinnar farið vaxandi. Greitt aðgengi að lánsfé með aukinni aðkomu lífeyrissjóða, hækkun veðhlutfalla, lækkun vaxta og hækkun íbúðaverðs hafa haft áhrif á þá þróun.
Í skýrslunni má einnig finna umfjöllun um byggingarmarkaðinn þar sem stærðum og gerðum nýbygginga eru gerð skil.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn - janúar 2018, en þar má einnig finna ítarlega umfjöllun um stöðu eignasafns Íbúðalánasjóðs.
Vísbendingar eru um að leigumarkaður fari minnkandi samkvæmt nýrri spurningakönnun og eru þær niðurstöður einnig raktar í skýrslunni.
Vakin er athygli á því að vöxtur var í raunvirði íbúðalána til heimila á nýliðnu ári og hefur 12 mánaða taktur útlánaaukningarinnar farið vaxandi. Greitt aðgengi að lánsfé með aukinni aðkomu lífeyrissjóða, hækkun veðhlutfalla, lækkun vaxta og hækkun íbúðaverðs hafa haft áhrif á þá þróun.
Í skýrslunni má einnig finna umfjöllun um byggingarmarkaðinn þar sem stærðum og gerðum nýbygginga eru gerð skil.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn - janúar 2018, en þar má einnig finna ítarlega umfjöllun um stöðu eignasafns Íbúðalánasjóðs.