Ný mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs hefur verið birt. Þar kemur fram að raunverð íbúðarhúsnæðis á landinu öllu hækkaði í nóvember eftir lækkun í október. Vísbendingar eru um að markaðurinn stefni í átt að auknu jafnvægi með auknu framboði af nýju húsnæði og hækkunum fasteignaverðs í takt við kaupmáttaraukningu. Síðustu misseri hefur aukning kaupmáttar þó verið minni en hækkun fasteignaverðs. Frá upphafi árs 2016 hefur raunverð fasteigna hækkað um 26% en kaupmáttur launa um 11%.
Athygli vekur að fasteignamarkaður utan höfuðborgarsvæðisins tekur við sér. 26% fleiri kaupsamningum hefur verið þinglýst það sem af er ári á Norðurlandi samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október hafði íbúðaverð á Akureyri hækkað um 21% milli ára sem er mesta hækkunin á ársgrundvelli sem orðið hefur þar í bæ frá því um mitt árið 2006. Til samanburðar hafði verð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 17% í október.
Gögn um leigjendur sem þiggja húsnæðisbætur sýna að í október fengu 14.100 heimili húsnæðisbætur og að í þeim bjuggu samtals rúmlega 26 þúsund manns. 70% heimila sem þiggja húsnæðisbætur eru með lægri heimilistekjur en 400 þúsund krónur á mánuði, og á meðal þessara heimila nema húsnæðisbætur að meðaltali 34% af greiddri leigu.
Í skýrslunni má einnig finna umfjöllun um byggingarmarkaðinn þar sem fram kemur að byggingarvísitala endurspeglar ekki heildarframkvæmdakostnað. Lóðaverð, hönnunarkostnaður og fjármagnskostnaður eru til að mynda undanskilin.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn - desember 2017, en þar er einnig að finna ítarlega umfjöllun um stöðu eignasafns Íbúðalánasjóðs.
Athygli vekur að fasteignamarkaður utan höfuðborgarsvæðisins tekur við sér. 26% fleiri kaupsamningum hefur verið þinglýst það sem af er ári á Norðurlandi samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október hafði íbúðaverð á Akureyri hækkað um 21% milli ára sem er mesta hækkunin á ársgrundvelli sem orðið hefur þar í bæ frá því um mitt árið 2006. Til samanburðar hafði verð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 17% í október.
Gögn um leigjendur sem þiggja húsnæðisbætur sýna að í október fengu 14.100 heimili húsnæðisbætur og að í þeim bjuggu samtals rúmlega 26 þúsund manns. 70% heimila sem þiggja húsnæðisbætur eru með lægri heimilistekjur en 400 þúsund krónur á mánuði, og á meðal þessara heimila nema húsnæðisbætur að meðaltali 34% af greiddri leigu.
Í skýrslunni má einnig finna umfjöllun um byggingarmarkaðinn þar sem fram kemur að byggingarvísitala endurspeglar ekki heildarframkvæmdakostnað. Lóðaverð, hönnunarkostnaður og fjármagnskostnaður eru til að mynda undanskilin.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn - desember 2017, en þar er einnig að finna ítarlega umfjöllun um stöðu eignasafns Íbúðalánasjóðs.