Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs fyrir nóvember er nú komin út. Fjallað er um fasteigna-, leigu- og lánamarkaðinn auk þess sem umfjöllun um eignasafn Íbúðalánasjóðs er á sínum stað.
Samantekt
• Áfram hægir á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu og í sumum hverfum hefur verð lækkað.
• Meðalsölutími íbúða er nú svipaður í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eins og miðsvæðis í Reykjavík.
• Á höfuðborgarsvæðinu seldust 72% íbúða undir ásettu verði í september, en 14% yfir ásettu verði.
• Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur lækkað eftir að hafa náð hámarki í apríl.
• Í september töldu 19% þjóðarinnar líklegt að þau yrðu á leigumarkaði eftir 6 mánuði.
• Lægstu breytilegu vextir verðtryggðra íbúðalána hafa lækkað um 0,4 prósentustig það sem af er ári.
• Ný útlán Íbúðalánasjóðs í september námu 401 milljón króna.
Samantekt
• Áfram hægir á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu og í sumum hverfum hefur verð lækkað.
• Meðalsölutími íbúða er nú svipaður í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eins og miðsvæðis í Reykjavík.
• Á höfuðborgarsvæðinu seldust 72% íbúða undir ásettu verði í september, en 14% yfir ásettu verði.
• Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur lækkað eftir að hafa náð hámarki í apríl.
• Í september töldu 19% þjóðarinnar líklegt að þau yrðu á leigumarkaði eftir 6 mánuði.
• Lægstu breytilegu vextir verðtryggðra íbúðalána hafa lækkað um 0,4 prósentustig það sem af er ári.
• Ný útlán Íbúðalánasjóðs í september námu 401 milljón króna.