Íbúðalánasjóður stendur fyrir opnum fundi föstudaginn, 10. nóvember milli klukkan 12:00 og 13:00 í húsnæði Íbúðalánasjóðs að Borgartúni 21. Fundurinn ber nafnið Vaxta- og húsnæðisbætur: getum við gert betur?
Rúmlega 4 milljarðar króna voru greiddir í vaxtabætur í ár. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, mun fjalla um vaxtabótakerfið og bera það saman við fyrirkomulagið á hinum Norðurlöndunum. Á fundinum verður farið yfir hvort vaxtabætur skili sér í bættu húsnæðisöryggi landsmanna eða hvort þörf sé á breytingum sem myndu tryggja að vaxtabætur renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda. Ólafur mun einnig fjalla um hvernig gera má betur þegar kemur að öðrum húsnæðisstuðningi hins opinbera, meðal annars þegar kemur að húsnæðisbótum.
Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki fyrir klukkan 13:00. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Þú getur skráð þig á fundinn með því að smella hér.