Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands sýna að á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 jókst mannfjöldi um 2.790 manns. Íbúar á Íslandi voru því 346.750 í byrjun október. Aukningin á ársgrundvelli, frá 3. ársfjórðungi 2016 til 3. ársfjórðungs 2017 er 2,7% sem er hlutfallslega svipuð aukning og var á uppsveifluárunum fyrir hrun. Þá var aukningin mest 2,6% árið 2006 þegar landsmönnum fjölgaði um 7.781. Það sem af er árinu 2017 hefur landsmönnum fjölgað enn meira, eða um 8.300.
Athygli vekur að samkvæmt mannfjöldaspá fyrir árin 2017-2066 sem Hagstofa Íslands birti fyrr í vikunni er gert ráð fyrir því að mannfjöldi verði mest 346.437 manns þann 1. janúar 2018, en nýjustu tölur sýna að við erum nú þegar komin fram úr þeirri spá.
Í uppsveiflu, líkt og nú er, má gera ráð fyrir því að aukning aðflutts vinnuafls sé meiri en spár hafa gert ráð fyrir og hagdeild Íbúðalánasjóðs telur það vera að gerast núna. Við slíkar aðstæður getur reynst erfitt að gera marktækar áætlanir um hvað vanti mikið af húsnæði, en mannfjöldinn í landinu er grunnþáttur þegar kemur að eftirspurn eftir húsnæði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig aukningin hefur orðið í mannfjölda niður á ársfjórðunga frá því í upphafi árs 2016, eftir landssvæðum, en aukningin er í dag svipuð að umfangi á höfuðborgarsvæðinu og öðrum landssvæðum. Það þýðir að hún er hlutfallslega meiri utan höfuðborgarsvæðisins.
Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur áður gefið út áætlun sína um að það vanti hátt í 5.000 íbúðir til þess að jafnvægi náist á markaði. Miðað við áðurnefnda aukningu í mannfjölda má búast við því að það vanti talsvert fleiri íbúðir, allt eftir því hverjar aðstæður þess fólks sem flust hefur til landsins eru.
Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs: „Mikilvægt er að standa vörð um húsnæðisaðstæður þeirra sem hingað til lands koma þegar uppgangur er í samfélaginu. Tryggja þarf að landsmenn, erlendir jafnt sem innlendir ríkisborgarar, búi við val um búsetuform og raunverulegt öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins. Eins er mikilvægt að gerðar séu öflugar húsnæðisáætlanir í öllum sveitarfélögum landsins svo upplýsingar um væntanlegt húsnæði liggi fyrir og hægt sé að leggja mat á það hvort fjölgun íbúða sé í takt við aukinn mannfjölda.“
Athygli vekur að samkvæmt mannfjöldaspá fyrir árin 2017-2066 sem Hagstofa Íslands birti fyrr í vikunni er gert ráð fyrir því að mannfjöldi verði mest 346.437 manns þann 1. janúar 2018, en nýjustu tölur sýna að við erum nú þegar komin fram úr þeirri spá.
Í uppsveiflu, líkt og nú er, má gera ráð fyrir því að aukning aðflutts vinnuafls sé meiri en spár hafa gert ráð fyrir og hagdeild Íbúðalánasjóðs telur það vera að gerast núna. Við slíkar aðstæður getur reynst erfitt að gera marktækar áætlanir um hvað vanti mikið af húsnæði, en mannfjöldinn í landinu er grunnþáttur þegar kemur að eftirspurn eftir húsnæði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig aukningin hefur orðið í mannfjölda niður á ársfjórðunga frá því í upphafi árs 2016, eftir landssvæðum, en aukningin er í dag svipuð að umfangi á höfuðborgarsvæðinu og öðrum landssvæðum. Það þýðir að hún er hlutfallslega meiri utan höfuðborgarsvæðisins.
Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur áður gefið út áætlun sína um að það vanti hátt í 5.000 íbúðir til þess að jafnvægi náist á markaði. Miðað við áðurnefnda aukningu í mannfjölda má búast við því að það vanti talsvert fleiri íbúðir, allt eftir því hverjar aðstæður þess fólks sem flust hefur til landsins eru.
Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs: „Mikilvægt er að standa vörð um húsnæðisaðstæður þeirra sem hingað til lands koma þegar uppgangur er í samfélaginu. Tryggja þarf að landsmenn, erlendir jafnt sem innlendir ríkisborgarar, búi við val um búsetuform og raunverulegt öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins. Eins er mikilvægt að gerðar séu öflugar húsnæðisáætlanir í öllum sveitarfélögum landsins svo upplýsingar um væntanlegt húsnæði liggi fyrir og hægt sé að leggja mat á það hvort fjölgun íbúða sé í takt við aukinn mannfjölda.“