Meðfylgjandi er mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs fyrir septembermánuð. Fjallað er um fjóra helstu fleti húsnæðismarkaðarins (fasteigna-, leigu-, lána- og byggingamarkaðinn) auk þess sem umfjöllun um eignasafn Íbúðalánasjóðs er á sínum stað.
Samantekt
- Vísbendingar eru um að hægja sé á hækkunum íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Vaxandi munur á fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu og mörgum öðrum markaðssvæðum.
- Framboð íbúðarhúsnæðis á söluskrá hefur farið vaxandi á undanförnu og meðalsölutími lengst.
- Framboð leiguhúsnæðis á almennum leigumarkaði hefur farið minnkandi á undanförnum árum samkvæmt þinglýstum leigusamningum.
- Áframhaldandi aukning í nýjum íbúðalánum fjármálastofnana til heimila.
- Viðsnúningur undanfarið ár í þróun íbúðaskulda heimilanna að raunvirði.
- Áframhaldandi aukning umsvifa á byggingamarkaðnum en fjöldi starfsfólks í byggingarstarfsemi er fremur lítill samanborið við síðustu uppsveiflu.
- Vanskil farið áfram lækkandi í útlánasafni Íbúðalánasjóðs.