Enn þrengir að á leigumarkaði en frá júlí 2016 til júlí 2017 hækkaði leiguverð um 12% á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma hækkaði bæði kaupverð á fjölbýli um 18% og laun um 7% samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá og Hagstofunni.
Samanburður á þróun þessa þriggja stærða undanfarna mánuði má sjá á meðfylgjandi mynd. Afleiðingin er að leigjendur þurfa nú að greiða enn stærri hlut launa sinna í leigu í dag en þeir þurftu ef þeir hefðu farið inn á leigumarkaðinn fyrir ári síðan. Bæði fasteignaverð og leiguverð hafa hækkað hraustlega að undanförnu en launaþróunin hefur setið eftir.
Hagdeild Íbúðalánasjóðs vakti athygli á því í síðasta mánuði að þróun fasteignaverðs væri farin að taka óhóflega fram úr þróun launa og sömu sögu má segja varðandi leiguverð.
Leiguverð hækkaði um 7 prósentustigum hraðar en laun á síðastliðnum 12 mánuðum sem er breyting frá fyrri þróun. Fyrir um ári síðan höfðu laun almennt verið að hækka hraðar en leiguverð á ársgrundvelli. Staða leigjenda í dag er því orðin mun þrengri en hún var.
Einnig má vekja athygli á því að hvati leigusala til almennrar útleigu fer dvínandi. Ávöxtun leigu hefur dregist saman að undanförnu þar sem fasteignaverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta má sjá í gögnum sem byggja á þinglýstum leigusamningum. Þessa neikvæða þróun fyrir þá sem eru á leigumarkaði ýtir enn frekar undir þörf fyrir svokölluð leiguheimili, þ.e. óhagnaðardrifið kerfi sem býður fólki upp á langtímaleigu í öruggu húsnæði sama hvernig aðstæður markaðarins eru þá stundina. Samkvæmt húsnæðissáttmála sem aðgerðarhópur á vegum ríkisstjórnarinnar kynnti fyrr í sumar á að auka umtalsvert fjárframlög inn í stuðningskerfi leiguheimila, svokölluð opinber stofnframlög.
Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs: „Hraðari uppbygging leiguheimila mun leiða til þess að staða leigjenda batni og það er brýn nauðsyn til. Eins og staðan er í dag sjá markaðsöflin, ein og sér, ekki til þess að þeir sem eru í lægstu tekjuhópum samfélagsins búi við öruggt húsaskjól. Sveiflur á markaði eru of miklar, og þegar slíkt gerist sitja vissir hópar eftir.“
Samanburður á þróun þessa þriggja stærða undanfarna mánuði má sjá á meðfylgjandi mynd. Afleiðingin er að leigjendur þurfa nú að greiða enn stærri hlut launa sinna í leigu í dag en þeir þurftu ef þeir hefðu farið inn á leigumarkaðinn fyrir ári síðan. Bæði fasteignaverð og leiguverð hafa hækkað hraustlega að undanförnu en launaþróunin hefur setið eftir.
Hagdeild Íbúðalánasjóðs vakti athygli á því í síðasta mánuði að þróun fasteignaverðs væri farin að taka óhóflega fram úr þróun launa og sömu sögu má segja varðandi leiguverð.
Leiguverð hækkaði um 7 prósentustigum hraðar en laun á síðastliðnum 12 mánuðum sem er breyting frá fyrri þróun. Fyrir um ári síðan höfðu laun almennt verið að hækka hraðar en leiguverð á ársgrundvelli. Staða leigjenda í dag er því orðin mun þrengri en hún var.
Einnig má vekja athygli á því að hvati leigusala til almennrar útleigu fer dvínandi. Ávöxtun leigu hefur dregist saman að undanförnu þar sem fasteignaverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta má sjá í gögnum sem byggja á þinglýstum leigusamningum. Þessa neikvæða þróun fyrir þá sem eru á leigumarkaði ýtir enn frekar undir þörf fyrir svokölluð leiguheimili, þ.e. óhagnaðardrifið kerfi sem býður fólki upp á langtímaleigu í öruggu húsnæði sama hvernig aðstæður markaðarins eru þá stundina. Samkvæmt húsnæðissáttmála sem aðgerðarhópur á vegum ríkisstjórnarinnar kynnti fyrr í sumar á að auka umtalsvert fjárframlög inn í stuðningskerfi leiguheimila, svokölluð opinber stofnframlög.
Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs: „Hraðari uppbygging leiguheimila mun leiða til þess að staða leigjenda batni og það er brýn nauðsyn til. Eins og staðan er í dag sjá markaðsöflin, ein og sér, ekki til þess að þeir sem eru í lægstu tekjuhópum samfélagsins búi við öruggt húsaskjól. Sveiflur á markaði eru of miklar, og þegar slíkt gerist sitja vissir hópar eftir.“