Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1% í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem birtist á vef Þjóðskrár. Þetta er mun rólegri taktur en var á fyrstu mánuðum ársins þar sem verð á fjölbýli hækkaði um allt að 2,7% á milli mánaða. Ef frá er talinn júnímánuður 2017, hefur hækkunin milli mánaða verið yfir 1,5% frá því í október 2016.
Árshækkunin nemur nú 19% sem telst engu að síður mikil. Fyrir ári síðan hafði sambærileg hækkun verið 13,6%.
Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði: „Það er mikill léttir ef segja má að þær miklu verðhækkanir sem voru hér á fyrstu mánuðum ársins séu á undanhaldi, en þær voru líka óhóflega miklar. Við þurfum að fylgjast vel með því sem gerist á næstu mánuðum til þess að sjá hvort kólnun sé að eiga sér stað en með auknu framboði húsnæðis og breytingum sem ríkisstjórnin hefur boðað í tengslum við Húsnæðissáttmálann sjáum við vonandi þessar öldur á húsnæðismarkaði lægja.“
Árshækkunin nemur nú 19% sem telst engu að síður mikil. Fyrir ári síðan hafði sambærileg hækkun verið 13,6%.
Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði: „Það er mikill léttir ef segja má að þær miklu verðhækkanir sem voru hér á fyrstu mánuðum ársins séu á undanhaldi, en þær voru líka óhóflega miklar. Við þurfum að fylgjast vel með því sem gerist á næstu mánuðum til þess að sjá hvort kólnun sé að eiga sér stað en með auknu framboði húsnæðis og breytingum sem ríkisstjórnin hefur boðað í tengslum við Húsnæðissáttmálann sjáum við vonandi þessar öldur á húsnæðismarkaði lægja.“