Vanskil heimila lækkuðu í apríl
Vanskil heimila með fasteignalán hjá Íbúðalánasjóði lækkuðu í aprílmánuði. Heildarfjárhæð vanskila lækkaði úr 1,5 milljörðum króna í 1,3 milljarða. Undirliggjandi kröfuvirði einstaklingslána í vanskilum fór úr 14,2 milljarði króna í 13,0 milljarða. Heimilum með lán í vanskilum hjá sjóðnum fækkaði um 50 í mánuðinum. Af þeim 35.267 heimilum sem voru með fasteignalán hjá Íbúðalánasjóði í loks apríl voru 742 heimili í vanskilum. Eru því um 98% heimila með lán hjá Íbúðalánasjóði í skilum.
Uppgreiðslur drógust saman milli mánaða
Meðaluppgreiðsla í mánuði á íbúðalánum hjá ÍLS, það sem af er ári, er í kringum 4 milljarðar króna. Að undanskildum marsmánuði er meðaltalið þó lægra eða í kringum 3,6 milljarðar. Uppgreiðslur í apríl námu 3,4 milljörðum króna.
Frekari upplýsingar um stöðu lánasafns og markaðsupplýsingar tengdar útgáfum sjóðsins má lesa hér í mánaðarskýrslu fyrir apríl.