endurbaetur nytt_lan vedlanaflutningur yfirtaka_lana icon-play icon-pdf icon-checkmark at icon-bradabirgdagreidslumat icon-calculator icon-chevon icon-clock icon-close icon-contract icon-counseling icon-credit-evaluation icon-external icon-external icon-felagasamtok icon-finnaleiguhus icon-hammer icon-happy icon-home icon-hus icon-info icon-info icon-lan icon-landlord icon-lock icon-menu-cat icon-menuburger icon-money icon-nursing-home icon-phone icon-question icon-quick icon-report icon-search icon-close icon-towns icon-unhappy icon-variables icon-vaxtatafla icon-velta icon-hammer house-icon simple-arrow-right simple-arrow-left file-icon ILS_houses-outline icon_email
ILS Logo Mobile
ILS Logo
  • Um okkur
    Um okkur
    Fara í næsta flokk
    • Lög og reglugerðir
    • Skýrslur
    • Lánshæfismat
    • Áætlanir
    • Fyrirvari
    • Þjónustulögfræðingar
    • Fréttir
    • Upplýsingaöryggi

  • Fjárfestar
    Fjárfestar
    Fara framhjá aðalvalmynd
    • Lánshæfismat
    • Skýrslur
    • Áætlanir
    • Prospectus
    • Húsbréf

93% segja óhagstætt að leigja á Íslandi

Hlusta

Skrifað þann 18.05.2017

93% landsmanna telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi en hlutfallið var rúm 55% árið 2011. Niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar Íbúðalánasjóðs um stöðu húsnæðismála voru kynntar á fjölmennum fundi sjóðsins í dag. „Það er augljóst að hagur leigjenda er að versna. Hlutfall fólks á leigumarkaðnum hefur þó haldist svipað því þótt hann sé óhagkvæmur þá hefur fólk ekki annarra kosta völ en að vera þar áfram,“ segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.

Una sagði á fundinum að könnunin hefði jafnframt leitt í ljós að fólk gæti lagt meiri pening fyrir en áður. Tæp 62% sögðust nú ná að safna talsverðu eða svolitlu sparifé samanborið við tæp 42% árið 2011, en leigjendur gætu síður safnað en eigendur. Þrátt fyrir að fleiri gætu lagt fyrir væri staðan erfið. „Það hefur tekist nokkuð vel að rétta úr kútnum á síðustu árum sem er í takt við aukinn kaupmátt heimilanna og efnahagsbata í þjóðfélaginu en það er athyglisvert að velta fyrir sér hvers vegna fólk getur ekki keypt húsnæði. Aukinn sparnaður virðist ekki duga því fasteignaverðið hefur hækkað þeim mun meir.“

Eftirspurn tók fram úr framboði áramóti 2012-13
Á síðasta ári hækkaði verð á fjölbýli um 23% á höfuðborgarsvæðinu og leiguverðsvísitalan hækkaði um 13% á sama svæði. Á sama tíma hækkuðu laun á landsvísu um 5%, skv. launavísitölu Hagstofunnar. Lítið framboð fasteigna skýrir að stórum hluta skarpa hækkun fasteignaverðs en aukning íbúða hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun. Umframframboð var á fasteignum fyrir hrun en samkvæmt hagdeild Íbúðalánasjóðs voru þær eignir að líkindum komnar að fullu í notkun um áramótin 2012-2013 og í kjölfarið fór skortur að gera vart við sig.

Una sagði frá því að í lok könnunarinnar hefði fólk verið spurt hvers vegna það væri að leigja. Nær eingöngu tvær ástæður voru gefnar upp: Fólk hafði ekki efni á að kaupa eða það komst ekki í gegnum greiðslumat. Hún sagði að þær ástæður sem gefnar voru upp í svipaðri könnun sem Íbúðalánasjóður lét gera árin 2011 og 2013 eigi ekki lengur við og hafi ekki heyrst í könnuninni nú: Að óvissa væri á húsnæðismarkaði eða í þjóðfélaginu, það væri ódýrara að leigja, eða fólk væri búið að tapa miklu fé í núverandi eða fyrra húsnæði. „Á þessum tíma höfðu margir brennt sig á að eiga húsnæði og voru ekki tilbúnir að skuldbinda sig á ný. Það virðist hafa breyst og fólk vill skuldbinda sig aftur. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess hve fólk upplifir mun meira húsnæðisöryggi ef það býr í eigin húsnæði, eins og fram kemur í könnuninni.“

  • Þjónustuver ÍLS
  • Senda erindi

Þjónustuver ÍLS

Fáðu beint samband við þjónustufulltrúa og mínar síður
Hringdu í síma 569 6900 eða fáðu beint netsamband við þjónustufulltrúa.

Opnunartími þjónustuvers er milli 09:00 – 16:00 alla virka daga.
Einnig er hægt að skoða stöðu lána á mínum síðum.

  • 569 6900
    09:00 – 16:00
  • Hefja netspjall

Láttu í þér heyra. Sendu okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun hér á vefnum.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira