Aukin útlán
Útlán á fyrsta ársfjórðungi 2017 námu 3,4 milljörðum króna samanborið við 3,9 milljarða fyrir sama tímabil árið 2016. Umfang útlána sjóðsins er sambærilegt við tölur síðasta ársfjórðungs 2016 en þá voru útlán 3,6 milljarðar króna. Hins vegar eru útlán á tímabilinu yfir meðaltali á ársfjórðungi á síðasta ári sem var 3,1 milljarður króna. Líkt og árið 2016 er stór hluti þessara lánveitinga til lögaðila vegna leiguíbúða.
Íbúðum í eigu sjóðsins fækkar
Íbúðir í eigu sjóðsins voru í lok mars 585 talsins. Hefur þeim fækkað um 77 frá því í ársbyrjun þegar fjöldinn var 662. Seldar hefur verið 87 eignir og jafnframt hafa verið samþykkt kauptilboð í 47 eignir til viðbótar. Um þriðjungur eignanna sem var í eigu sjóðsins í lok mars eru í almennri sölumeðferð og 60% eða 356 eignir eru leigðar út. Með sölu eigna gefst tækifæri til að ávaxta fjármuni betur með tilliti til fjárfestingarheimilda og styrkja með því hreinan vaxtamun sjóðsins.
Frekari upplýsingar um stöðu lánasafns og markaðsupplýsingar tengdar útgáfum sjóðsins má lesa hér í mánaðarskýrslu fyrir mars.
Útlán á fyrsta ársfjórðungi 2017 námu 3,4 milljörðum króna samanborið við 3,9 milljarða fyrir sama tímabil árið 2016. Umfang útlána sjóðsins er sambærilegt við tölur síðasta ársfjórðungs 2016 en þá voru útlán 3,6 milljarðar króna. Hins vegar eru útlán á tímabilinu yfir meðaltali á ársfjórðungi á síðasta ári sem var 3,1 milljarður króna. Líkt og árið 2016 er stór hluti þessara lánveitinga til lögaðila vegna leiguíbúða.
Íbúðum í eigu sjóðsins fækkar
Íbúðir í eigu sjóðsins voru í lok mars 585 talsins. Hefur þeim fækkað um 77 frá því í ársbyrjun þegar fjöldinn var 662. Seldar hefur verið 87 eignir og jafnframt hafa verið samþykkt kauptilboð í 47 eignir til viðbótar. Um þriðjungur eignanna sem var í eigu sjóðsins í lok mars eru í almennri sölumeðferð og 60% eða 356 eignir eru leigðar út. Með sölu eigna gefst tækifæri til að ávaxta fjármuni betur með tilliti til fjárfestingarheimilda og styrkja með því hreinan vaxtamun sjóðsins.
Frekari upplýsingar um stöðu lánasafns og markaðsupplýsingar tengdar útgáfum sjóðsins má lesa hér í mánaðarskýrslu fyrir mars.