Svíar standa að miklu leyti frammi fyrir sömu vandamálum og Íslendingar í félagslega húsnæðiskerfinu. Þetta kom fram í máli Alf Karlsson, ráðuneytisstjóra húsnæðismála í Svíþjóð, sem fundaði í dag með Íbúðalánasjóði, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og ASÍ. Ráðuneytisstjórinn vinnur nú að undirbúningi samnorræns ráðherrafundar þar sem fjallað verður um lausnir í húsnæðismálum.
Tilgangur heimsóknar hans er að skoða félagslega húsnæðiskerfið á Íslandi en Svíar þurfa yfir 700 þúsund íbúðir á næstu árum til þess að mæta húsnæðisþörf og vilja þeir efla áætlanagerð sína og horfa meira til langs tíma.
Á fundinum í dag, sem fram fór í húsnæði Íbúðalánasjóðs, var m.a. fjallað um hvernig fjölga megi leiguíbúðum og skapa hvata fyrir einkaaðila til slíks auk þess sem farið var yfir hvaða lausnir í húsnæðismálum hafa tekist vel og hverjar ekki. Rætt var um ýmiss konar stuðning við íbúðakaup einstaklinga og hvernig hægt sé að einfalda eða greiða leiðina fyrir fjöldaframleiðslu á íbúðum og húsum. Á meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum voru fulltrúar frá Íbúðafélaginu Bjargi sem hyggst byggja 1.150 leiguheimili, sem er langtíma leiguhúsnæði á hagstæðum kjörum, á næstu 4 árum í Reykjavík og Hafnarfirði fyrir rúma 30 milljarða króna.
Á meðan dvöl hans hér á landi stendur mun ráðuneytisstjórinn sænski einnig hitta fulltrúa velferðarráðuneytisins, Byggingarvettvangs, Mannvirkjastofnunar, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar, Skipulagsstofnunar og Vistbyggðaráðs.
Í dag funduðu með ráðuneytisstjóranum Íbúðalánasjóður, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og ASÍ, en þessir aðilar hafa að undanförnu átt í samstarfi í tengslum við veitingu stofnframlaga til byggingar leiguheimila og bætt skipulag húsnæðismála. Karlsson viðurkenndi í lok fundarins að hann hefði upphaflega átt erfitt með að skilja hví hann þyrfti að sitja fund með svo mörgum ólíkum aðilum en eftir að stofnframlögin og leiguheimilin hefðu verið kynnt fyrir honum sagðist hann skilja hvernig nýtt húsnæðiskerfi hér byggði á samvinnu allra þessara aðila.
Erindi þátttakenda:
Lessons that can be gained from earlier implementation of framework housing legislation in Iceland
Guðjón Bragason – Samband íslenskra sveitarfélaga
The Icelandic Housing System
Guðmundur Sigfinnsson – Íbúðalánasjóður
Reykjavík Housing Policy
Hrólfur Jónsson - Reykjavíkurborg
Bjarg íbúðafélag
Björn Traustason- Bjarg íbúðafélag
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir - ASÍ
Tilgangur heimsóknar hans er að skoða félagslega húsnæðiskerfið á Íslandi en Svíar þurfa yfir 700 þúsund íbúðir á næstu árum til þess að mæta húsnæðisþörf og vilja þeir efla áætlanagerð sína og horfa meira til langs tíma.
Á fundinum í dag, sem fram fór í húsnæði Íbúðalánasjóðs, var m.a. fjallað um hvernig fjölga megi leiguíbúðum og skapa hvata fyrir einkaaðila til slíks auk þess sem farið var yfir hvaða lausnir í húsnæðismálum hafa tekist vel og hverjar ekki. Rætt var um ýmiss konar stuðning við íbúðakaup einstaklinga og hvernig hægt sé að einfalda eða greiða leiðina fyrir fjöldaframleiðslu á íbúðum og húsum. Á meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum voru fulltrúar frá Íbúðafélaginu Bjargi sem hyggst byggja 1.150 leiguheimili, sem er langtíma leiguhúsnæði á hagstæðum kjörum, á næstu 4 árum í Reykjavík og Hafnarfirði fyrir rúma 30 milljarða króna.
Á meðan dvöl hans hér á landi stendur mun ráðuneytisstjórinn sænski einnig hitta fulltrúa velferðarráðuneytisins, Byggingarvettvangs, Mannvirkjastofnunar, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar, Skipulagsstofnunar og Vistbyggðaráðs.
Í dag funduðu með ráðuneytisstjóranum Íbúðalánasjóður, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og ASÍ, en þessir aðilar hafa að undanförnu átt í samstarfi í tengslum við veitingu stofnframlaga til byggingar leiguheimila og bætt skipulag húsnæðismála. Karlsson viðurkenndi í lok fundarins að hann hefði upphaflega átt erfitt með að skilja hví hann þyrfti að sitja fund með svo mörgum ólíkum aðilum en eftir að stofnframlögin og leiguheimilin hefðu verið kynnt fyrir honum sagðist hann skilja hvernig nýtt húsnæðiskerfi hér byggði á samvinnu allra þessara aðila.
Erindi þátttakenda:
Lessons that can be gained from earlier implementation of framework housing legislation in Iceland
Guðjón Bragason – Samband íslenskra sveitarfélaga
The Icelandic Housing System
Guðmundur Sigfinnsson – Íbúðalánasjóður
Reykjavík Housing Policy
Hrólfur Jónsson - Reykjavíkurborg
Bjarg íbúðafélag
Björn Traustason- Bjarg íbúðafélag
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir - ASÍ