Fundur Íbúðalánasjóðs og Byggingarvettvangsins um bráðavanda á húsnæðismarkaði:
-
Ólíklegt að jafnvægi náist á næstunni á húsnæðismarkaði
-
Ungu fólki ýtt út fyrir höfuðborgarsvæðið
Almar velti því upp hvort ætlunin væri að reyna að ýta ungu fólki út fyrir höfuðborgar-svæðið. Verðmunurinn á fasteignum reki þau til að kaupa í nágrannasveitarfélögum þar sem myndarleg uppbygging sé í gangi, svo sem í Árborg og í Reykjanesbæ. Hann bætti við að það væri ekki aðeins dýrara að byggja á þéttingarsvæðum heldur tæki það helmingi lengri tíma. Eins og staðan væri nú þyrfti að sjá til þess að uppbyggingin yrði sem fjölbreyttust. Hann greindi frá því að ungu fólki sem enn býr heima hjá foreldrum sínum hafi fjölgað um 60% á síðustu níu árum. Árið 2005 bjó 10% fólks á aldrinum 25 til 34 í foreldrahúsum en árið 2014 var hlutfallið komið í 14%. Fjölgunina mætti helst skýra með skorti á húsnæði og háu fasteignaverði og sagði Almar brýnt að mæta húsnæðisþörf ungs fólks með sem hagkvæmustum hætti.
Þrátt fyrir að tölur um húsnæðisframkvæmdir hjá Reykjavík og nágrannasveitarfélögum gefi til kynna að það horfi til betri vegar í þessum efnum segist Almar telja ólíklegt að jafnvægi verði komið á markaðinn eftir þrjú til fjögur ár.
Á málþinginu var leitast við að svara spurningunni "Hvernig getum við byggt sem flestar íbúðir með þeim fjármunum sem ríkið leggur til í stofnframlög?"
Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði var fundarstjóri.
Dagskrá
Krafa um hagkvæmni við úthlutun stofnframlaga
Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, markaðsstjóri ÍbúðalánasjóðsLóðarframboð og lóðarverð
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsByggingakostnaður
Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur hjá ÍbúðalánasjóðiFæranleg snjallhús til að leysa bráðavanda í Stokkhólmi
Claes Eliasson, Junior LivingBygging hagkvæmra íbúða
- IKEA - Hagkvæmar íbúðir í Urriðaholti – Þórarinn Ævarsson
- Loftorka - forsteyptar einingarlausnir - Guðjón Jónsson
- ecoAtlas – snjallhús - Óskar Jónasson
- Fibra-hús - trefjaeiningar – Haraldur Ingvarsson
- Modulus - forsmíðaðar einingar - Berta Gunnarsdóttir og Jakob Helgi Bjarnason
- Hagkvæm íbúðarhús úr steinullareiningum og límtré - Hjördís Sigurgísladóttir
- Snjallar lausnir - ÞG verktakar - Þorvaldur Gissurarson
Lokaorð
Hannes Frímann Sigurðsson verkefnisstjóri ByggingarvettvangsRáðstefnuslit