Færri heimili í vanskilum
Í lok febrúar nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga tæpum 1,5 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 15,1 milljarður króna eða um 3,5% útlána sjóðsins til einstaklinga. Heimili í vanskilum eru 836 eða 2,3% heimila sem eru með lán hjá sjóðnum. Þannig standa um 98% heimila í viðskiptum við ÍLS í skilum. Fjöldi heimila í vanskilum í lok febrúar 2016 var 1.354 hefur þeim því fækkað um 40% á einu ári.
Færri íbúðir í eigu sjóðsins
Í lok febrúar átti Íbúðalánasjóður 608 íbúðir eða tæplega helmingi færri íbúðir en í lok febrúar 2016. Mikil áhersla hefur verið lögð á að selja eignir og hefur sú vinna gengið gríðarlega vel í samstarfi við Félag fasteignasala. Jafnframt hefur innkoma nýrra eigna verið í lágmarki. En í febrúarmánuði voru seldar 38 eignir á móti þeim 4 sem komu nýjar inn í eignasafnið. Áhersla verður áfram lögð á að fækka íbúðum í eigu sjóðsins.
Frekari upplýsingar um stöðu lánasafns og markaðsupplýsingar tengdar útgáfum sjóðsins má lesa hér í mánaðarskýrslu fyrir febrúar.