Rætt var við Unu Jónsdóttur hagfræðing hjá Íbúðalánasjóði á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðuna á húsnæðismarkaði og hvernig nýtt hlutverk Íbúðalánasjóðs er ætlað að bæta upplýsingagjöf um þau mál til stjórnvalda og almennings. Farið var yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði en misvægi á vexti þessara stærða hefur ollið háu verði upp á síðkastið. Einnig var rætt um veitingu stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga og mikilvægi þess að hér verði byggður upp heilbrigður leigumarkaður. Viðtalið má heyra hér og byrjar á mínútu 44:30.
Skrifað þann 14.02.2017