Húsnæðisverð gæti hækkað um allt að 30 prósent á næstu þremur árum, samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arionbanka. Hagfræðingar bankans telja að 8-10.000 nýjar íbúðir þurfi fram til ársloka 2019 til að anna eftirspurn.
Sjaldan hefur verið erfiðara fyrir ungt fólk að koma sér upp þaki yfir höfuðið og nú. Greiningardeild Arionbanka kynnti í dag skýrslu um íbúðamarkaðinn, þar sem fram kemur að húsnæðisverð hélt áfram að hækka í fyrra. Hækkunin í desember nam fimmtán prósentum milli ára á höfuðborgarsvæðinu, og nærri 20 prósentum á landsbyggðinni.
Sjá frétt á ruv.is