Þorsteinn Víglundsson er nýr félags- og jafnréttismálaráðherra frá 11. janúar 2017.
Þann 25. janúar var fyrsta umræða nýs ráðherra á Alþingi um húsnæðismál. Í máli ráðherrans kom fram að hann telur húsnæðismál mjög mikilvægan málaflokk. Meginvandinn sem við glímum við í húsnæðismálum er óstöðugleikinn sem hefur einkennt allt efnahagsumhverfið og þ.m.t. fasteignamarkaðinn á undanförnum árum. Við glímdum við gríðarlegt offramboð húsnæðis fyrir hrun sem leiddi til mikils vanda fyrir byggingarfyrirtæki og almenning. Það leiddi til þess að hér var allt of lítið byggt eftir hrun þar til fyrst nú upp á síðkastið sem við sjáum byggingarmarkaðinn rísa upp aftur. Það er mikilvægt að byggingargeirinn búi við efnahagslegan stöðugleika og meiri fyrirsjáanleika til þess að tryggja stöðugt framboð íbúða til þess að markaðurinn gangi ekki í gegnum öfgafullar sveiflur. Við þurfum að bæta úr upplýsingagjöf til markaðarins um þörf fyrir íbúðarhúsnæði til að auka efnahagslegan stöðugleika og stuðla að lægra vaxtastigi. Það er efst á baugi hjá nýrri ríkisstjórn að tryggja efnahagslegan stöðugleika með bættri hagsstjórn og endurskoðaðri peningastefnu.
Ný ríkisstjórn mun áfram vinna út frá skuldbindingum síðustu ríkisstjórnar til stofnframlaga. Það hefur verið veitt 2,1 milljarði í verkefnið í fyrri úthlutun ársins 2016 og 700 milljóna úthlutun er í afgreiðsluferli. Ráðherra telur að þörf sé fyrir um það bil 2,5 til 3 milljarða á ári til þess að geta mætt þeim 600 íbúðum að hámarki sem að heitið var á ári. Ráðherra mun beita sér fyrir því að að verði gert.
Hér er hægt að sjá umræðuna á Alþingi um húsnæðismál í heild sinni.
Þann 25. janúar var fyrsta umræða nýs ráðherra á Alþingi um húsnæðismál. Í máli ráðherrans kom fram að hann telur húsnæðismál mjög mikilvægan málaflokk. Meginvandinn sem við glímum við í húsnæðismálum er óstöðugleikinn sem hefur einkennt allt efnahagsumhverfið og þ.m.t. fasteignamarkaðinn á undanförnum árum. Við glímdum við gríðarlegt offramboð húsnæðis fyrir hrun sem leiddi til mikils vanda fyrir byggingarfyrirtæki og almenning. Það leiddi til þess að hér var allt of lítið byggt eftir hrun þar til fyrst nú upp á síðkastið sem við sjáum byggingarmarkaðinn rísa upp aftur. Það er mikilvægt að byggingargeirinn búi við efnahagslegan stöðugleika og meiri fyrirsjáanleika til þess að tryggja stöðugt framboð íbúða til þess að markaðurinn gangi ekki í gegnum öfgafullar sveiflur. Við þurfum að bæta úr upplýsingagjöf til markaðarins um þörf fyrir íbúðarhúsnæði til að auka efnahagslegan stöðugleika og stuðla að lægra vaxtastigi. Það er efst á baugi hjá nýrri ríkisstjórn að tryggja efnahagslegan stöðugleika með bættri hagsstjórn og endurskoðaðri peningastefnu.
Ný ríkisstjórn mun áfram vinna út frá skuldbindingum síðustu ríkisstjórnar til stofnframlaga. Það hefur verið veitt 2,1 milljarði í verkefnið í fyrri úthlutun ársins 2016 og 700 milljóna úthlutun er í afgreiðsluferli. Ráðherra telur að þörf sé fyrir um það bil 2,5 til 3 milljarða á ári til þess að geta mætt þeim 600 íbúðum að hámarki sem að heitið var á ári. Ráðherra mun beita sér fyrir því að að verði gert.
Hér er hægt að sjá umræðuna á Alþingi um húsnæðismál í heild sinni.