Vanskil heimila lækkuðu umtalsvert á árinu 2016
Vanskil heimila með fasteignalán hjá Íbúðalánasjóði lækkuðu umtalsvert á árinu 2016. Heildarfjárhæð vanskila lækkaði úr 6,2 milljörðum króna í 2,1 milljarð frá ársbyrjun. Undirliggjandi kröfuvirði einstaklingslána í vanskilum fór úr 31,1 milljarði króna í 15,5 milljarða. Kröfuvirði vanskila á útlánum til lögaðila lækkaði úr 17,3 milljörðum króna í 2,0 milljarða.
Heimilum með lán í vanskilum hjá sjóðnum fækkaði um 36% á árinu. Af þeim 37.000 heimilum sem voru með fasteignalán hjá Íbúðalánasjóði í loks árs 2016 voru 857 heimili í vanskilum. Eru því um 98% heimila með lán hjá Íbúðalánasjóði í skilum.
Útlán tvöfaldast milli ára
Heildarútlán sjóðsins voru 12,5 milljarðar króna samanborið við 5,8 milljarða á árinu 2015. Útlán hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Stór hluti þessara lánveitinga eru til lögaðila vegna leiguíbúða.
Sala íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs gengur vel
Íbúðalánasjóður seldi 890 eignir á árinu 2016 samanborið við 898 eignir árið 2015. Íbúðarlánasjóður átti 662 eignir í lok desember 2016. Af þeim voru 268 eignir í sölumeðferð. Áætlanir sjóðsins gera ráð fyrir sölu 400 eigna að lágmarki á árinu 2017 auk innkomu 200 nýrra eigna. Samkvæmt því ætti Íbúðalánasjóður að eiga um 462 eignir í árslok 2017.
Frekari upplýsingar um stöðu lánasafns og markaðsupplýsingar tengdar útgáfum sjóðsins má lesa hér í mánaðarskýrslu fyrir desember.
Vanskil heimila með fasteignalán hjá Íbúðalánasjóði lækkuðu umtalsvert á árinu 2016. Heildarfjárhæð vanskila lækkaði úr 6,2 milljörðum króna í 2,1 milljarð frá ársbyrjun. Undirliggjandi kröfuvirði einstaklingslána í vanskilum fór úr 31,1 milljarði króna í 15,5 milljarða. Kröfuvirði vanskila á útlánum til lögaðila lækkaði úr 17,3 milljörðum króna í 2,0 milljarða.
Heimilum með lán í vanskilum hjá sjóðnum fækkaði um 36% á árinu. Af þeim 37.000 heimilum sem voru með fasteignalán hjá Íbúðalánasjóði í loks árs 2016 voru 857 heimili í vanskilum. Eru því um 98% heimila með lán hjá Íbúðalánasjóði í skilum.
Útlán tvöfaldast milli ára
Heildarútlán sjóðsins voru 12,5 milljarðar króna samanborið við 5,8 milljarða á árinu 2015. Útlán hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Stór hluti þessara lánveitinga eru til lögaðila vegna leiguíbúða.
Sala íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs gengur vel
Íbúðalánasjóður seldi 890 eignir á árinu 2016 samanborið við 898 eignir árið 2015. Íbúðarlánasjóður átti 662 eignir í lok desember 2016. Af þeim voru 268 eignir í sölumeðferð. Áætlanir sjóðsins gera ráð fyrir sölu 400 eigna að lágmarki á árinu 2017 auk innkomu 200 nýrra eigna. Samkvæmt því ætti Íbúðalánasjóður að eiga um 462 eignir í árslok 2017.
Frekari upplýsingar um stöðu lánasafns og markaðsupplýsingar tengdar útgáfum sjóðsins má lesa hér í mánaðarskýrslu fyrir desember.