Hagdeild Íbúðalánasjóðs fjallaði um niðurstöður fyrstu úthlutunar stofnframlaga á árinu 2016, áherslur Íbúðalánasjóðs og þörf fyrir nýtt húsnæði á morgunfundi hjá Íbúðalánasjóði í morgun.
Hér er hægt að nálgast erindin sem flutt voru.
Ávarp
Hermann Jónasson, forstjóri
Staðan á leigumarkaði
Una Jónsdóttir, hagfræðingur
Niðurstaða úthlutunar stofnframlaga og kynning á Hagdeild
Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringarsviðs
Háskólagarðar HR
Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri
Hvað eru stofnframlög til byggingar almennra íbúða?
Nýverið samþykkti Alþingi lög um almennar íbúðir. Markmið þeirra er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, með því að stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.
Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum, svokölluðum Leiguheimilum, til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða og fatlaða. Stofnframlög ríkisins nema 18% af stofnvirði almennrar íbúðar.
Sérstök áhersla er lögð á nýbyggingar, fjölgun leiguíbúða og íbúðir á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum.
Hverjir geta sótt um stofnframlög?
Húsnæðissjálfseignarstofnanir, sveitarfélög og lögaðilar í eigu þeirra og lögaðilar sem störfuðu við gildistöku laga um almennar íbúðir og uppfylltu skilyrði til að fá lán.
Sjá nánar:
Um stofnframlög til uppbyggingar Leiguheimila
Auglýsing síðari úthlutunar 2016
Leiguheimili