Vanskil lögaðila lækka umtalsvert
Vanskil lögaðila hafa dregist verulega saman á undanförnum mánuðum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu lögaðila. Í lok ágúst nam fjárhæð vanskila útlána til lögaðila 583 milljónum króna og var undirliggjandi lánavirði 2,5 milljarðar króna eða um 1,8% útlána sjóðsins til lögaðila. Til samanburðar var undirliggjandi lánavirði vanskila útlána til lögaðila 16,5 milljarðar í upphafi árs, það er 14 milljarða króna lækkun á átta mánuðum. Vanskil einstaklinga standa í stað í ágúst eftir samfellda lækkun frá júlí 2015. Vanskil ná samtals til 3,5% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í ársbyrjun var 6,93%.
Sala íbúða í eigu sjóðsins gengur vel
Sjóðurinn seldi samtals 41 eign í mánuðinum. Til viðbótar þeim eignum sem seldar voru hefur Íbúðalánasjóður samþykkt kauptilboð í 86 eignir og vinna nú tilboðsgjafar að fjármögnun þeirra. Í lok mánaðar átti Íbúðalánasjóður 772 íbúðir samanborið við 1.348 í ársbyrjun. Sjóðurinn hefur selt 737 eignir á árinu eða 20% fleiri eignir en á sama tímabili árið 2015 þegar seldar voru 618 eignir.
Ítarlegri umfjöllun má lesa hér í mánaðarskýrslu ágústmánaðar
Vanskil lögaðila hafa dregist verulega saman á undanförnum mánuðum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu lögaðila. Í lok ágúst nam fjárhæð vanskila útlána til lögaðila 583 milljónum króna og var undirliggjandi lánavirði 2,5 milljarðar króna eða um 1,8% útlána sjóðsins til lögaðila. Til samanburðar var undirliggjandi lánavirði vanskila útlána til lögaðila 16,5 milljarðar í upphafi árs, það er 14 milljarða króna lækkun á átta mánuðum. Vanskil einstaklinga standa í stað í ágúst eftir samfellda lækkun frá júlí 2015. Vanskil ná samtals til 3,5% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í ársbyrjun var 6,93%.
Sala íbúða í eigu sjóðsins gengur vel
Sjóðurinn seldi samtals 41 eign í mánuðinum. Til viðbótar þeim eignum sem seldar voru hefur Íbúðalánasjóður samþykkt kauptilboð í 86 eignir og vinna nú tilboðsgjafar að fjármögnun þeirra. Í lok mánaðar átti Íbúðalánasjóður 772 íbúðir samanborið við 1.348 í ársbyrjun. Sjóðurinn hefur selt 737 eignir á árinu eða 20% fleiri eignir en á sama tímabili árið 2015 þegar seldar voru 618 eignir.
Ítarlegri umfjöllun má lesa hér í mánaðarskýrslu ágústmánaðar